Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 83
skatta af þeirri vinnu sinni og sinna,
ef þeir gátu notið hjálpar heimilis-
eða fjölskyldufólks síns. Sumir skatt-
stjórar kölluðu það illrætna eigin-
hagsmunahneigð, ef þessir húsbyggj-
endur, en megin þorri þeirra voru
eignarlausir menn, gerðu ekki fylli-
lega grein fyrir svo að segja hverri
vinnustund, sem þeir og heimilisfólk
þeirra bjástraði við að koma upp
húskofanum og notaði til þess svo að
segja hverja tómstund, sem gafst.
Þannig var þetta með skattstj órann
i Vestmannaeyjum. Bréf, sem ég læt
fljóta hér með, sannar þetta og veit-
ir þér eilitla sýn inn í sálarlífið og
hugsunarháttinn. Þess vegna eru bréf
þessi söguleg plögg. Og þau sanna
meira. En þær sannanir læt ég þig
finna sjálfan út úr efni bréfanna.
Beittu þar sálfræðilegri kunnáttu
þinni.
Meðan dómarinn var að hugleiða,
hvaða hefnd hæfði mér bezt fyrir þá
bíræfni að taka ekki þegjandi við
skattsvika- og þjófsstimplinum úr
hendi fjármálaráðherra, heldur reyna
að verja æru mína og mannorð, þá
skrifaði ég fjármálaráðuneytinu og
krafðist þess enn á ný, að ég fengi
afdráttarlaust svar við því, hvort
ekkert bréf lægi í fórum þess frá
skattstjóranum í Vestmannaeyjum
varðandi framtöl mín og skattamál.
Þeir háu herrar höfðu til þessa
skirrzt við að svara þeirri spurningu
afdráttarlaust, — aðeins sagt, að ekk-
ert bréf hefði verið sent frá ráðu-
neytinu varðandi þessi mál mín.
Nú var nýr fjármálaráðherra setzt-
ur í ráðherrastólinn, og e. t. v. hefði
þá fundvísi hinna virðulegu embætt-
ismanna ríkisins glæðzt og viljinn
vaknað. Aldrei að vita!
Og svo liðu tveir mánuðir. Mikið
hlaut að vera djúpt á þessum bréf-
um!
Já, ég endurtek: Eg reyndi af
fremsta megni að kría út afrit af
skattstjórabréfunum hjá ráðuneyt-
inu, meðan dómarinn í Vestmanna-
eyj arkaupstað var að íhuga, hvað
mér bæri að greiða íslenzka ríkinu í
sektir fyrir þá veittu þjónustu sjálfs
ráðherrans að ærumeiða mig og sví-
virða og vinna til að brjóta gildandi
landslög til þess að koma þeirri ósk
sinni og þjónustu í framkvæmd.
Og sjá: Fundvísi hinna háu herra
þar syðra fór greinilega vaxandi með
nýjum fjármálaráðherra. Bréfin
fundust og afritin fékk ég. Ég vil
gjarnan eiga afritin á prenti. Þú færð
þau hér með:
Eftirrit
„Skattstjórinn í Vestmannaeyjum.
Fj ármálaráðuneytið
Reykjavík
(Stimpill)
Vestmannaeyjum, 29. júlí 1948.
Herra fjármálaráðherra Jóhann Þ.
Jósefsson.
Þar sem þér hafið óskað eftir því,
að ég gerði fyllri grein fyrir óhæfni
Þorsteins Víglundssonar í yfirskatta-
nefnd, er mér ljúft að verða við
þeim tilmælum, enda þótt ég telji, að
blik e
81