Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 160
kvörn í tréstokk. Þannig gerðust þær
á öllum þorra íslenzkra heimila frá
landnámsöld og fram um síðustu
aldamót. Kornið var malað eftir
hendinni til daglegra nota. daglegrar
neyzlu.
816. Kökudiskur. Um langt ára-
bil giltu þau óskráðu lög í Vest-
mannaeyjum, að heimili, sem voru
aflögufær um leirvörur — matarleir,
„leirtau“ - svo sem diska, bolla og
könnur, lánuðu þessi tæki sveitung-
unum, ef mikils þurfti með, t. d. ef
efnt var til brúðkaupsveizlu eða ann-
ars matarsamkvæmis. Sumar þessar
leirvörur urðu býsna gamlar og urðu
sumstaðar eins konar erfðagripir,
Svo var um disk þennan. Þennan
svartrósótta „veizludisk" átti síðast
frú Olöf Lárusdóttir, húsfr. á Kirkju-
bóli á Kirkjubæjum og var hann
kunnur „veizludiskur“ hér í byggð
um langt skeið. Frú Ölöf erfði bann
eftir foreldra sína, Lárus hreppstjóra
Jónsson (d. 1895) og k. h. frú Krist-
ínu Gísladóttur (d. 1921). Þau hjón
eignuðust diskinn gamlan, er þau
giftust árið 1862.
817. Kökudiskur með rauðum rós-
um, gylltum röndum og grænum
biöðum. Disk þennan áttu hin merku
bóndahjón á Vilborgarstöðum, frú
Friðrikka Sighvatsdóttir og Vigfús
Pálsson Scheving. Synir þeirra, Jó-
hann og Sigfús, voru kunnir Eyja-
menn á sínum tíma. Ekkja Jóhanns
Schevings, frú Nikulína Halldórs-
dóttir, fyrrv. húsfr. á Vilborgarstöð-
um, gaf Byggðarsafninu diskinn.
818. Kökudiskur með gráum rós-
um. Disk þennan áttu hreppstjóra-
hjónin í Baldurshaga við Vesturveg
(nr. 5 A), frú Marta Jónsdóttir og
Högni Sigurðsson. Þeim var gefinn
diskurinn í brúðargjöf árið 1890.
Frú Ingibjörg dóttir þeirra gaf
Byggðarsafninu diskinn. Diskurinn
er með þrem skorum í botnhring. A
þeim skyldi hann þekkjast aftur, þeg-
ar hann var lánaður á veizluborð,
sem oft átti sér stað.
819. Leirkrukka með loki og lá-
túnstöpp. Ein kunnasta bóndakona í
Eyjum á sínum tíma, frú Olöf Lárus-
dóttir á Kirkjubóli, sem var ein af
Kirkjubæjajörðunum, átti þessa
leirkrukku og geymdi í henni brennd-
ar kaffibaunir flest búskaparárin á
Kirkjubóli, en hún lézt árið 1944 og
voru þá 60 ár liðin frá því að þau
hjón giftust og hófu búskap sinn á
Kirkjubæ. Guðjón bóndi Björnsson
lézt árið 1940.
820. Leirkrukka. Þessa leirkrukku
átti hér og notaði á heimili sínu frú
Hildur Solveig Thorarensen, kona
Bjarna Einars Magnússonar sýslu-
manns hér í Eyjum á árunum 1861-
1871. Frúin var dóttir Bjarna amt-
manns Thorarensen. Svo sem mörg-
um Eyjamönnum er kunnugt, þá
stofnaði Bjarni sýslumaður bókasafn
Vestmannaeyja árið 1862 með öðr-
um góðum borgurum kauptúnsins og
svo Bátaábyrgðarfélag Vestmanna-
eyj a sama ár.
Þegar sýslumannshjónin fluttu burt
úr Eyjum árið 1871, gaf sýslumanns-
frúin vinkonu sinni, frú Kristínu
Gísladóttur á Búastöðum, krukkuna,
158
BLIK