Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 60
manna á fundi þessum var varpaS
út til bæjarbúa, svo að þeir gætu
hlustað heima hjá sér í sæld eða
synd eftir ástæðum.
Ekki man ég röðina á ræðumönn-
um fundarins, enda er það aukaatr-
iði. En Það man ég vel, að ég var í
essinu mínu. Enda hafði mér orðið
furðu mikið framgengt í framkvæmd-
unum við hyggingu gagnfræðaskól-
ans á undanförnum tveim árum.
Einnig hafði Sparisjóður Vest-
mannaeyja vaxiö þó nokkuð að fjár-
magni og megnað að lána mörgum
bæjarbúum þó nokkra peninga til
endurbóta á gömlu húsnæði og til
nýbygginga. - Þá höfðu einnig ráð-
andi bæjarfulltrúar í meiri hluta
bæjarstjórnar sýnt byggðarsafnshug-
sjón minni velvild og skilning, svo
að flest lék í lyndi fyrir mér, að mér
fannst sjálfum. En nú var líka snörp
hríð framundan, kollhríðin að vissu
leyti, fannst mér. Bæjarstjórnarkosn-
ingar þessar hlutu að skera úr um
það, hvort framhald yrði á þessari
heillavænlegu þróun „minna mála“ í
bæjarfélaginu næsta kjörtímabil.
Mér hafði verið tilkynnt hið gagn-
stæða, ef óvinir þessara hugsjóna
minna, ofsóknaröflin og niðurrifs-
mennirnir, næðu meiri hluta í bæj-
arstjórninni samkv. blaöagreinum
þeim, sem ég birti þér í síðasta hefti
Bliks (1974).
Þegar kom að okkur Helga Bene-
diktssyni til að flytja mál okkar og
orða stefnumið og málefni, fékk hann
fyrst oröið. Þá var hann auösjáan-
lega miður sín. Og ég vissi ástæð-
urnar. Hann tjáði fundarfólkinu og
öðrum tilheyrendum sínum, að hann
treysti sér ekki til að taka þátt í þeim
hörðu umræðum og harðskeytta mál-
flutningi, sem hér var stofnað til. -
Hver var ástæðan?
Svo hafði borið við þennan fund-
ardag, að töluveröur hluti af yfir-
byggingu V/s Helga hafði rekið á
land vestur á Barðaströnd. Sá at-
burður hafði þau áhrif á kenndir eða
tilfinningalíf eigandans, að hann
treysti sér ekki til þátttöku í bæjar-
málafundi þessum. Þetta tjáði hann
fundarfólki og hvarf síðan af fundi.
Enginn gat álasað Helga Bene-
diktssyni fyrir það, þó að hann tæki
ekki þátt í átökum þeim, sem stofnað
var til með þessum fundi eins og á
stóð. Þar gat hver og einn farið í
eigin barm. Slík slys á sjómönnum
okkar orkuðu og orka mjög á kennd-
ir alls þorra Vestmannaeyinga, hvar
í stétt sem þeir standa. Þá vorum við
og erum öll eitt.
Ég stóð nú einn og mér var vissu-
lega ekkert að vanbúnaði.
Já, þannig atvikaðist það, að ég
varð einn að flytja, sækja og verja
mál okkar á bæjarmálafundi þess-
um, kosta kapps um, að hlutur okkar
yrði sem allra drýgstur og beztur.
Það tryggði okkur m. a. framhald á
byggingarframkvæmdunum við gagn-
fræðaskólabygginguna, sem nú þeg-
ar gnæfði við suðurloft úr bænum
að sjá, ýmsum í bænum til hrelling-
ar, og var þar þó mikiö ógert, eins
og myndin á bls. 53 sýnir og sannar.
Mörg fleiri voru áhugamálin mín,
58
BLIK