Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 97
irfinnst ekkert bréf eða skjal, sem
gœti verið það, sern um ræðir í
stefnu. Eg leyfi mér því að krefjast
algjörrar sýknar í máli þessu og
málskostnað eftir mati dómarans.“
I málsvörn þessara undir hand-
leiðslu héraðsdómslögmannsins var
vissulega treyst á dómarann, vinsemd
hans, samúð og flokkslega fylgispekt.
Og vissulega brást hann ekki. Hann
tók það gott og gilt, að skattsvika-
bréfið fannst ekki í bréfarusli því,
sem sakborningurinn átti eftir í fór-
um sínum frá bæjarmálafundinum.
Að öðrum kosti var æru þingmanns-
ms hætta búin. Verja þurfti ráðherr-
ann til hins ýtrasta. Annað gátu bein-
línis talist svik við Flokkinn.
I þessari lotu varð útkoman „kaup
kaups“, eins og eitt bæjarblaðið í
Eyjum orðaði það. Ég var dæmdur
til að greiða sektir í ríkissjóð og
málskostnað samtals kr. 900,00 og
upplesari skattsvikabréfsins samtals
kr. 1300,00. Þarna fannst fólki, að
dómarinn standa sig furðu vel og
betur en búizt var við.
Ekki minnist ég þess, að þessar
sektir væru nokkru sinni innheimt-
ar. Gat sú vanræksla verið hlífð við
Flokksforingjann, upplesara skatt-
svikabréfsins?
Þriðja lota
Fyrsta stefna. Háskólapróf í lögfræði
er ekki einhlítt
Þegar allir svardagar voru um
garð gengnir varðandi „Faktúruna í
tunnunni“, kom brauðgerðarmeistar-
inn aftur heim til Eyja vestan úr
Stykkishólmi. Þá tók hann sætið sitt
í bæjarstjórn kaupstaðarins eins og
ekkert hefði í skorizt, og okkur kom
þar býsna vel saman. Hann hafði
verið efsti maður á lista Flokksins
við bæjarstjórnarkosningarnar 29.
jan. (1950).
Hinn 18. jan. 1951 var haldinn
fundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Fyrir fundi þessum lá m. a. tillaga
um ráðningu lögregluþjóns. Good-
templari nokkur í bænum hafði sótt
um stöðuna. Þó að hann væri bind-
indismaður, sem ég taldi veigamikla
kosti, hafði ég ekki persónulega trú
á því, að hann reyndist vaxinn lög-
regluþjónsstarfinu, því að meira
þurfti með, svo að hann gæti innt
starfið af hendi vel og sómasamlega.
Ég lagðist þess vegna gegn því, að
hann yrði ráðinn í stöðuna.
Þá tók brauðgerðarmeistarinn að
stríða mér, að mér fannst. Hann var
býsna kerskinn. Hann sagði það
skjóta dálítið skökku við, að ég
skyldi ekki veita þessum manni
brautargengi til þessa starfs, þar sem
hann væri bindindismaður eins og
ég og goodtemplari. Ekki kvaðst
hann sjálfur vera bindindismaður,
eins og ég vissi, og þó vildi hann
stuðla að því með atkvæði sínu, að
þessi goodtemplari fengi lögreglu-
þjónsstöðuna. Mér varð á að svara
honum á þá lund, að þess væru
dæmin, þegar stjórnmálaleg hags-
munavon væri annars vegar, að
jafnvel þeir sem neyttu áfengis dag-
lega eða annan hvern dag árið í
BLIK
95