Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 58
með því að skattstj órinn ræddi aldrei
við mig um aukatekjur þessar, held-
ur bætti hann þeim þegjandi og
hljóðalaust við aðrar tekjur mínar.
Þannig greiddi ég skatt af þessari
gjöf okkar til ríkis og bæjar. Eg lét
þetta gott heita, því að lög eru lög.
Þar með hélt ég, að mál þetta væri
úr sögunni. En það var nú eitthvað
annað.
Bæiai-stjórnarkosningarnai' í aðsigi
Þegar leið á haustið 1949, var tek-
ið að undirbúa bæjarstjórnarkosn-
ingarnar, sem fram skyldu fara í
janúarlokin næsta ár (1950).
Mér hafði orðið mikið ágengt um
framkvæmdir við byggingu gagn-
fræðaskólahússins á umliðnum 2-3
árum sökum velvildar hins ráðandi
vinstri-meirihluta í bæj arstj órn
kaupstaðarins (1946-1950).
A undanförnum árum hafði sam-
vinna okkar Helga kaupmanns og út-
gerðarmanns Benediktssonar verið
góð og náin í stjórn Sparisjóðs Vest-
mannaeyja og hann stutt mig og hug-
sjónir mínar af festu og dyggð í
byggingarmálum gagnfræðaskolans
og eflingu byggðarsafnsins í bænum.
Við Helgi afréðum að snúa bök-
um saman við bæjarstjórnarkosning-
arnar 1950. Við fengum því fram-
gengt, að við skipuðum tvö efstu sæt-
in á lista Framsóknarflokksins í
kaupstaðnum. Helgi skipaði efsta
sætið og ég hið næsta.
Svo hófust átökin, sem fóru vax-
andi eftir því sem á leið og kjördag-
urinn nálgaðist.
Ljótur draumur. „Fleginn lifandi"
Liðið var fram til jóla 1949. Þá
bar gest að garði í Goðasteini, í-
búðarhúsi okkar hjóna við Kirkju-
bæjabraut. Aldraður og þekktur
Vestmannaeyingur óskaði eftir að
mega eiga skeggræður við mig undir
fjögur augu. - Konu hans hafði
dreymt draum, „ljótan draum“.
Hann varðaði mig. Drauminn vildi
hann ógjarnan segja mér, því að
hann vildi ekki hrella mig, heldur
aðeins aðvara mig, svo að ég væri
við öllu búinn og umfram allt, að ég
gætti mín„ færi varlega, ef á mig
yrði sótt heiftarlega í kosningabar-
áttunni, sem framundan var. - Þau
hjónin höfðu komið sér saman um
að segja mér sögu frá liðinni tíð
þar í kaupstaðnum.
Karl Einarsson, sýslumaður og al-
þingismaður, hafði verið mikill vin-
ur þessara mætu hjóna og nágranna
sinna. Hann var alþingismaður kjör-
dæmisins á árunum 1914-1924. Og
þessi hjón höfðu ávallt verið kjós-
endur hans og gott stuðningsfólk frá
fyrstu tíð. - Við alþingiskosningarn-
ar árið 1924 féll Karl Einarsson frá
þingsetu. Þar olli mestu skipuleg
árás á mannorð hans og störf í kaup-
staðnum, þó að hann væri talinn
mesti mætismaður af öllum þorra
Eyjabúa og hafði yfirleitt reynzt
þeim vel í hvívetna.
Þessum hjónum voru öll þau ó-
sköp enn í fersku minni eftir liðinn
aldarfjórðung, eins og gesturinn orð-
aði það. Þá hafði konu gestsins
dreymt ljótan draum fyrir skolla-
56
BLIK