Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 75
a reikningi þessum, og eins og um
var beðið, verður hinn veitti afslátt-
ur greiddur inn á reikning yðar við
Hambros Band Ltd. í London, þegar
sendingin hefur verið borguð.“
Þetta er tekið orðrétt upp úr
Dómabók Reykjavíkur, en öll letur-
breyting er mín.
Enn segir í Dómabókinni: Bendir
verðlagsstjóri á í kærunni, að greini-
lega virðist koma fram í hinum um-
getnu bréfum, að fyrirtæki stefnanda
* hér sleppi ég nafni þess) hafi óskað
pess, að hinar pöntuðu vörur væru
færðar til reiknings á hœrra verði en
raunverulega þyrfti að greiða fyrir
þær með því að draga ekki frá þeim
afslátt, sem fengist af andvirði
þeirra, heldur greiða hann inn á
reikning fyrirtækisins í Hambros
Bank Ldt. Þetta bendir verðlagsstjóri
a. Þetta voru hans orð. Það er eng-
um blöðum um það að fletta, að hér
gerir fyrirtæki stefnanda tilraun til
að afla gjaldeyris á ólöglegan hátt,
þar sem óskað er eftir, að varan sé
raunverulega reiknuð erlendis hærra
verði en hún kostar og mismunurinn
lagður inn á reikning fyrirtækisins
í Hambros Bank Ltd. í London,
sterlingspundainnstæða auðvitað.
Eg óska að taka dæmi dómaranum
til skilningsauka: Setjum svo, að ég
semji við enskan kaupmann um það
að kaupa af honum bifreið, sem
kostar 200 sterlingspund. Jafnframt
fæ ég hann til að lofa mér því, að
hann sendi mér reikning yfir verð
bifreiðarinnar og skuli hann hljóða
a 400 sterlingspund. Mismuninn,
200 sterlingspund, skuldbindur enski
kaupmaðurinn sig til að leggja inn
á reikning minn í Hambros Bank.
Síðan kný ég út gj aldeyrisleyfi hjá
íslenzkum gjaldeyrisyfirvöldum fyrir
hinu logna verði bifreiðarinnar og
fæ 400 sterlingspund til þess að
greiða hana með. A þessu þéna ég
200 sterlingspund, sem ég gæti svo
að tjaldabaki notað til þess að kaupa
fyrir t. d. púður, pelsa, leikföng,
nælonsokka o. s. frv. Svo gæti ég
e. t. v. selt þessar vörur með allt að
200% álagningu bakdyramegin. Stal
ég raunar ekki gjaldeyri fyrir vörum
þessum? Hvað er þá gjaldeyrisþjófn-
aður? Og svo verð ég auðvitað að
láta falsa faktúru fyrir bifreiðinni,
svo að allt sé í réttri afstöðu hvað
við annað.
Hver lagði á ráðin hjá fyrirtæki
stefnanda, að það reyndi þannig að
klófesta með umboðslaunum og föls-
uðu vöruverði enskan gjaldeyri bak
við gjaldeyrisyfirvöld þjóðarinnar
og gegn lögum og rétti?
I lögregluþingbók Reykjavíkur 31.
janúar 1947 stendur bókað eftir
framkvæmdastjóra fyrirtækis stefn-
anda: „Engin stjórn hefur verið kos-
in í félaginu, og hafa félagsmenn
fþ. e. eigendurnir) samráð sín á
milli um allar meiriháttar ráðstaf-
anir félagsins.“ Eru það ekki meiri
háttar ráðstafanir firma að hnupla
gjaldeyri eða afla sér hans gegn
lögum og rétti? Hvað segir meðlim-
ur sjálfs löggjafans, sjálfs alþingis,
háttvirtur stefnandi, um það mál?
Og hvað eru meiri háttar ráðstafanir
blik
73