Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 79
Blandast nokkrum hugur um þaS,
sem les þessa framanrituðu kafla úr
Skutulsgreininni, að ritstjóri blaðs-
ins sveigir mjög að stefnanda, þá-
verandi formanni Nýbyggingarráðs,
um það, að eiga sinn þátt í verðlags-
brotum fyrirtækis stefnanda? Hvers
vegna spyr ritstjórinn, hvort fela
eigi stefnanda innflutning til lands-
ins? Um leið skýrir ritstjórinn frá
hinum stórkostlegu innflutnings- og
verðlagsbrotum fyrirtækis stefnanda
og blaðið leggur á það mikla áherzlu,
að stefnandi sé annar aðaleigandi
fyrirtækisins. Leikur það á tveim
tungum, að í spurningu ritstjóra
Skutuls felst ásökun til stefnanda um
þátttöku í þeim ráðum og samráð-
um, sem leitt hafa til hins ólöglega
verknaðar? Hvað var annars til fyr-
irstöðu að fela stefnanda allan inn-
flutning til landsins? . . .
Mundi ekki stefnandi vilja gera
grein fyrir því, hversvegna umrædda
,,ameriska“ fyrirtækið sendi fyrir-
tæki stefnanda reikningana í tunnu
mnan um andlitspúðrið, pelsana,
töskurnar og tuðrurnar, en valdi
ekki hina venjulegu, viðurkenndu,
heiðarlegu leið, sem sé póstinn?
Hversu langt er það fjarri sannleik-
anum, að faktúran í tunnunni hafi
verið sönnunargagn fyrir hinu raun-
verulega innkaupsverði varanna?
Hefði vara þessi verið greidd á eðli-
legu verði þar vestur frá, hefði ekki
þurft til þess nema 140 þúsundir
króna í stað 280 þúsunda. Eru svikin
og blekkingarnar ekki þjófnaður á
íslenzkum gjaldeyri?
í 48. tbl. Tímans 1945 er birt grein
um þetta sama innflutnings- og gjald-
eyrishneyksli fyrirtækis stefnanda.
Þar er stefnandi ásakaður og gefið
fyllilega í skyn, að hann sé meðsek-
ur. Stefnandi höfðaði meiðyrðamál
og fékk Tímann dæmdan í sektir fyr-
ir að segja sannleikann, en sam-
kvæmt refsilöggjöf þjóðarinnar er
það líka sektarsök að segja sannleik-
ann, ef hann er Ijótur og kemur illa
við, ekki sízt mikilsmegandi einstak-
linga!
Þetta meiðyrðamál sannar þá full-
yrðingu mína, að stefnandi hefur
verið sakaður um þátttöku í hneyksl-
ismálum þessum um gjaldeyrisþjófn-
að og faktúrufölsun. Það sannar okk-
ur sýknudómurinn, sem ég gat um.
Fyrst ásökun, síðan sýknun. - 1 þess-
ari grein Tímans standa þessi orð:
„Fyrirtækið (þ. e. fyrirtæki stefn-
anda) hafði áður lagt fram falsaða
reikninga til þess að ná hærra inn-
flutningsverði og meiri álagningu á
vörur sínar. Það sannaðist einnig, að
það hafði flutt inn allt aðrar vörur,
en því hafði verið veitt leyfi til af
gj aldeyrisyfirvöldum.“
„F aktúrulalsarinn"
I Þjóðviljanum 1. febrúar 1949
birtist grein, sem heitir „Faktúru-
falsarinn“. Þar segir beinum orðum,
að stefnandi hafi látið fyrirtæki sitt
stela undan erlendum gjaldeyri kerf-
isbundið, eins og það er orðað, og
leggja inn á erlendan banka án vit-
undar íslenzkra stjórnvalda. Svo lýs-
ir blaðið lögbrotum fyrirtækja stefn-
Blik
77