Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 137
aði skotthúfur við íslenzka kvenbún-
inginn og svo fíngerða fingravettl-
inga.
603. „Bandstýra“. Svo var þessi
hlutur kallaður. Ullarbandið var lát-
ið renna gegnum gatið á ,.bandstýr-
unni“, þegar það var undið í hnykil.
604. Hesputré, smíðað úr málmi.
Þetta sérkennilega hesputré er gjöf
til Byggðarsafnsins frá frú Dýrfinnu
Gunnarsdóttur, ekkju Páls heitins
Bjarnasonar barnaskólastjóra í Vest-
rnannaeyjum. Bróðir frúarinnar
smíÖaði á sínum tíma hesputréð
handa móður sinni, frú Katrínu Sig-
urðardóttur, sem síðast var hús-
freyja á Hólmum í Landeyjum.
605. Hesputré. Þetta hesputré átti
og notaði um árabil frú Marta Jóns-
dóttir í Baldurshaga, kona Högna
Sigurðssonar, síðasta hreppstjórans
í Vestmannaeyjum.
606. Hesputré, mjög gamalt. Síð-
ast átti þetta hesputré frú Hólmfríð-
ur Jónsdóttir, húsfreyja að Skjald-
breið í Eyjum (nr. 36 við Urðavegi,
kona Sigurðar skipstjóra Ingimund-
arsonar. Frú Hólmfríður gaf Byggð-
arsafninu hesputréð nokkrum vikum
áður en hún andaðist.
607. Hesputré. Þetta hesputré er
upprunalega komið til Eyja frá Kára-
gerði í Landeyjum. Árið 1903 flutt-
ist hin aldraða húsfreyja í Káragerði,
frú Ástríður Pétursdóttir, til Vest-
mannaeyja með Guðrúnu dóttur
sinni og manni hennar, Sigurði Is-
leifssyni trésmíðameistara. (Sjá Blik
1969, grein um hjónin í Merki-
steini).
608. Hesputré. Þetta hesputré áttu
hjónin á Heiði (nr. 34 við Heima-
götu, þ. e. Gömlu Heiði), frú Guð-
ríður Jónsdóttir frá Káragerði í
Landeyjum og Sigurður hreppstjóri
Sigurfinnsson (d. 1916), foreldrar
Einars hraðfrystihúsaeiganda.
609. Hesputré. Þetta hesputré áttu
hjónin á Heiði (nr. 19 við Sólhlíð,
Stóru-Heiði. Húsið skemmdist í elds-
umbrotunum og var brotið niður til
grunna í júnímánuði 1975). Hjónin
voru frú Bjarngerður Olafsdóttir og
Guðjón Jónsson skipstjóri. Frú
Bjarngerður gaf Byggðarsafninu
hesputréð.
610. Hnokki. Hann er smíðaður
úr hvalbeini og þess vegna mjög sér-
legur. Þennan hnokka gaf Byggðar-
safninu frú Jóhanna Jónsdóttir, sem
hér dvaldist þá á elliheimilinu að
Skálholti (nr. 43) við Urðaveg.
611. Hnyklatína. Þær voru helzt
notaðar til þess að geyma í band-
hnykla. Hnyklatínu þessa átti frú
Kristín Gísladóttir, húsfreyja á Búa-
stöðum (d. 1921), kona Lárusar
Jónssonar hreppstjóra. Þau voru for-
eldrar hinna merku Eyjabúa Gísla
gullsmiðs Lárussonar, útgerðar-
manns, hákarlaformanns og kaupfé-
lagsstjóra, og Friðar Lárusdóttur,
konu Sturlu Indriðasonar. Frú Fríð-
ur gaf Byggðarsafninu tínuna.
612. Hnyklatína. Þessi hnyklatína
er mjög gömul. Hana átti og notaði
síðast frú Salvör Þórðardóttir, stjúpa
Árna gjaldkera Filippussonar í Ás-
garði (nr. 29 við Heimagötu). Frú
Salvör var seinni kona Filippusar
blik
135