Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 139
prjónastokk átti Björg Jóhannsdótt-
rr frá Krosshjáleigu í Landeyjum, en
hún var lengi vinnukona hjá frú Jón-
>nu Jónsdóttur í Gerði og andaðist
hjá henni árið 1940. Björg Jóhanns-
dóttir var margar vetrarvertíðir sjó-
búðarbústýra, eins og það var kall-
að, hjá skipshöfnum úr Landeyjum,
sem lágu hér við til fiskveiða á vetr-
arvertíðum. Frú Jónína Jónsdóttir,
fyrrv. húsfreyja í Gerði, gaf Byggð-
arsafninu prjónastokkinn.
618. Prjónavél. Þetta er fyrsta
prjónavélin, sem keypt var til Eyja.
Það gerðist fy rir eða um síðustu
aldamót. Prjónavélina átti og notaði
um tugi ára frú Steinvör Jónsdóttir,
húsfr. í Nýjabæ, kona Jónasar Helga-
sonar bónda þar. Margur Vestmanna-
eyingur gekk og hefur gengið í sokk-
um, sem prjónaðir voru í þessari
prjónavél.
Frú Jóhanna Jónasdóttir, húsfr. í
Aýjabæ eftir foreldra sína, kona Sig-
urðar Þorsteinssonar, sjómanns, gaf
Byggðarsafninu prjónavélina.
619. Rokkur. Þetta er elzti rokk-
urinn, sem Byggðarsafnið á, enda ber
brúðan þess vitni. Þennan rokk áttu
upprunalega bóndahjónin í Þórlaug-
argerði, Jón Austmann Jónsson
prests Austmanns að Ofanleiti og frú
Rósa Hjartardóttir. Jón Austmann
yngri var fæddur árið 1814. Hann
lézt 1888. Sonur þeirra hjóna var
Hjörtur bóndi í Þórlaugargerði.
Hann var kvæntur frú Guðríði Helga-
dóttur frá Stóra-Gerði í Eyj um. Hún
nússti þennan mann sinn við slys í
Hellisey sumarið 1883. Eina dóttur
áttu þau, sem Rósa hét. Hún erfði
þennan rokk, og mörgum árum eftir
fráfall hennar eignaðist Byggðar-
safnið hann, með því að frú Guðríð-
ur Helgadóttir, móðir hennar, giftist
síðar Einari Sveinssyni í Þórlaugar-
gerði. Sonur þeirra var okkar góði
samborgari Hjörtur Einarsson á
Geithálsi (nr. 2) við Herjólfsgötu.
Frá konu hans, frú Katrínu Svein-
bjarnardóttur, barst Byggðarsafn-
inu rokkurinn.
620. Rokkur. Frú Anna Tómas-
dóttir, kona Bjarna Jónssonar, gjald-
kera og útgerðarmanns að Svalbarða
(milli Túngötu og Birkihlíðar, sunn-
an lóðar nr. 24 við Túngötu) átti
þennan rokk og notaði hann frá
æskuárum sínum á Skammbeinsstöð-
um í Rangárvallasýslu (f. 1879).
Bjarni Jónsson lét smíða skápinn
utan um rokkinn og gaf síðan hvort
tveggja Byggðarsafninu eftir fráfall
konu sinnar eða árið 1956.
621. Rokkur með látúnsgjörð um
hjólið. Þennan rokk smíðaði Þórður
bóndi Þorsteinsson á Sléttabóli í
Austur-Landeyjum. Rokk þennan átti
og notaði um tugi ára frú Olöf Lár-
usdóttir húsfr. á Kirkjubóli á Kirkju-
bæjum, kona Guðjóns bónda Björns-
sonar. Frú Lára Guðjónsdóttir, húsfr.
að Kirkjulandi við Birkihlíð (nr. 10
eða 12), dóttir þeirra hjóna, gaf
Byggðarsafninu rokkinn.
622. Rokkur með málmgjörð um
hjólið. Þennan rokk átti frú Sigur-
laug Guðmundsdóttir í Miðgarði
(nr. 13 A) við Vestmannabraut. Frú
Sigurlaug var húsfreyja á Kirkjubæ
blik
137