Blik - 01.06.1976, Page 88
um þokað. Ég hef hins vegar gjört
mínar athugasemdir við ákvarðanir
yfirskattanefndar til ríkisskattanefnd-
ar.
Ef ég man rétt, mun tími Sveins
Guðmundssonar brátt útrunninn. Ég
leyfi mér því að gera það að tillögu
minni, að í hans stað verði tilnefnd-
ur Jónas Jónsson, Éagurlyst, sem að-
almaður, en Stefán Arnason sem
varamaður.
Virðingarfyllst.
Jón Eiríksson, skattstjóri“
(sign)
Þessi bréf skattstjórans til fjár-
málaráðherra birti ég síðan almenn-
ingi í einu af blöðunum í Vestmanna-
eyjakaupstað, svo að Eyjabúum gæf-
ist kostur á að vega og meta starfið
hans að tjaldabaki, viðleitni hans til
að níða og mannskemma, — kynnast
bróðurlegri samstöðu tveggja virðu-
legra embættismanna íslenzka lýð-
veldisins til þess að hnekkja æru and-
stæðings síns, sem þeir töldu, að
þeim gæti stafað hætta af í vissum
skilningi, manns, sem ekki fékkst til
þess að sjá „í gegnum fingur“ um
eitt eða neitt, — og ekki heldur fram-
töl stórtekjumanna og fjáraflafursta.
Þess vegna óstarfhæfur!
f deilum þessum reyndi skattstjór-
inn eftir mætti að bera hönd fyrir
höfuð sér eins og vænta mátti. Eyja-
búar hlógu, hristu höfuðið og hlógu.
Þeir skemmtu sér konunglega.
I skrifum skattstjórans sér til
varnar eða yfirklórs gaf að lesa þessa
athyglisverðu klausu: „I greinargerð
sinni segir Þ. Þ. V., að ég hafi sagt
ósatt í bréfi mínu til ráðherrans um
eigin vinnu hans og hans fólks. Setj-
um svo . . .“ Taktu vel eftir síðustu
orðunum: Setjum svo, þ. e.: Gerum
ráð fyrir því, að ég hafi logið á hann
honum til mannskemmda og æru-
hnekkis. Þarna fékk ég loks því til
leiðar komið með skrifum mínum,
að skattstjórinn bjargaði mannorði
mínu með því að neyðast til að við-
urkenna ósannindi sín. (Sjá Vest-
mannaeyjablaðið Fylki, 14. tbl. 20.
apríl 1951, bls. 2).
Oðrum þræði óska ég að sanna
þér, vinur minn og frændi, hversu
mannréttindi vissra manna í Vest-
mannaeyjum voru óendanlega lítil
og mannorð þeirra í mikilli hættu
fyrir svo sem aldarfjórðungi og þá
undanfarin síðustu 40 árin, eftir að
stétt peningamanna, kaupmanna og
konsúla, náðu þar algjöru tangar-
haldi á atvinnulífinu, fjármagninu
og stöðum öllum í trúnaðarstörf, eft-
ir að einokunarv. danska leið undir
lok (1910).
Skattstjórinn tekur það fram í
svari sínu við skrifum mínum, að
bréf þessi um framtal mitt og „skatt-
svik“ hafi aldrei verið œtluð almenn-
ingi til lesturs.
Þessu trúði ég og trúi enn. Það er
engin ástæða til að rengja þessa
fullyrðingu hans. Slíkar æruskerð-
ingar áttu auðvitað ekki að verða al-
menningi kunnar. Þeim var ætlað að
liggja í fórum fjármálaráðuneytis-
ins, en hins vegar skyldu afleiðing-
arnar verða lýðum kunnar. Og mér
86
BLIK