Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 154
hin skálin, þegar hann var á fyrsta
árinu.
Systir þeirra bræðra, frú Lára
Guðjónsdóttir húsfr. að Kirkjulandi
hér í bæ, gaf Byggðarsafninu báðar
skálarnar.
760. Grautarskál, stór (spilkoma).
Þessa skál átti Jón Jóngeirsson, fað-
ir Júlíusar múrarameistara í Staf-
holti hér í bæ (nr. 7 við Víðisveg).
Þessi kunni iðnaðarmaður hér í bæ
gaf Byggðarsafninu skálina.
761. Grautarskál, spilkoma.
762. Hakkavél (kjötkvörn). Þessa
hakkavél áttu hjónin á Vesturhúsum,
frú Jórunn Hannesdóttir hafnsögu-
manns Jónssonar og Magnús útvegs-
bóndi Guðmundsson bónda Þórarins-
sonar.
763. Hlóðapottur (,,þrífótur“). -
Hann er fenginn úr einu elzta hlóða-
eldhúsinu hér á Heimaey, — sem var
á einni Kirkjubæjajörðinni. Pott
þennan áttu og notuðu um tugi ára
hjónin Arngrímur bóndi Svein-
björnsson og Guðrún Jónsdóttir.
Dóttir þeirra, frú Salgerður Arn-
grímsdóttir, húsfr. á Kirkjubæ ,gaf
Byggðarsafninu pottinn.
764. Hlóðapottur (,,þrífótur“). -
Þessi pottur var lengi notaður í
gamla hlóðaeldhúsinu á Stóra-Gerði.
Til þess að lyfta pottum þessum af
hlóðum voru notaðir pottkrókar svo
kallaðir (sjá þá). Þeim var krækt í
eyrun á pottinum. Gefandi: Frú Jón-
ína húsfr. Jónsdóttir í Gerði. Pottur-
inn er úr búi foreldra hennar, Jóns
bónda og formanns Jónssonar og
konu hans Guðbjargar Björnsdóttur.
765. Hornspónn, merktur V. P. S.,
þ. e. Vigfús Pálsson Scheving bóndi
á Vilborgarstöðum. Hjónin frú Niku-
lína Halldórsdóttir húsfr. og Jó'hann
Vigfússon Scheving, sem lengi bjuggu
á Vilborgarstöðum eftir foreldra
hans, gáfu Byggðarsafninu spóninn.
766. Hornspónn, merktur ártalinu
1914.
767. Hornspónn, sem er ársettur
1909. Þennan hornspón smíðaði
hinn kunni smiður í London (nr. 3)
við Miðstræti, Olafur Magnússon.
Sigfús M. Johnsen gaf Byggðarsafn-
inu spóninn.
768. Hornspónn, merktur stöfun-
um A. J. og ártalinu 1925. Horn-
spón þennan átti Árni verzlunar-
maður Jónsson í Odda (nr. 63 A)
við Vestmannabraut. (Sjá skýringu
við nr. 883).
769. Hornspónn, merktur ártal-
inu 1904. Þessi spónn var notaður á
heimili hjónanna á Búastöðum, Gísla
bónda Eyjólfssonar og frú Guðrúnar
húsfr. Magnúsdóttur. Dóttir þeirra,
frú Lovísa Gísladóttir frá Búastöð-
um, gaf Byggðarsafninu spóninn.
770. Hornspónn, merktur fanga-
markinu M. S.
771. Hornspónn, merktur ártalinu
1896. Spón þennan átti frú Helga
Skúladóttir, prestsfrú að Kálfafells-
stað í Suðursveit, tengdamóðir Sig-
fúsar M .Johnsen frá Frydendal í
Eyjum. Hann gaf Byggðarsafninu
spóninn.
772. Hrœrivél, handsnúin. Hún
er vottur um nýja tækni í vest-
manneysku eldhúsi fyrir svo sem 30
152
BLIK