Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 92
bæjarþingi Vestmannaeyja í septem-
ber s.1. haust, að þetta umdeilda bréf
væri víst. Hann neitaði því jafn-
framt ekki, að þaS mundi finnast á
vegum Jóhanns Þ. Jósefssonar, þá
krefst ég þess, aS framhaldsrannsókn
verSi látin fara fram í þessu máli og
mér gefinn kostur að vera áheyrandi
þeirra réttarhalda.
Ef þér enn ætlið yður að hunza
þetta erindi mitt og leyfa mér ekki
að fylgjast með þessum rannsóknum
eða ganga úr skugga um, að þær
nokkru sinni hafi fram farið, hlýt
ég að álykta, að réttarfarið í land-
inu undir yðar valdi sé meira en lít-
ið rotið og görótt og vilhalt flokks-
bræSrum yðar, þ. e. dómsmálaráð-
herra.
Hafi ég ekki fengiS fullnægjandi
svör frá yður fyrir lok þessa mán-
aðar, mun ég endurtaka þessa beiðni
mína til ySar opinberlega og birta
almenningi þessi bréf mín.
Afrit af bréfi þessu er sent sjálfum
dómsmálaráðherranum.
Virðingarfyllst.
Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Til Dómsmálaráðuneytisins, Rvík.
Tók því fyrir jressa valdamenn ís-
lenzka lýðveldisins að fordæma rétt-
arfarið „austantjalds"?
Og sjá: Nú loks var mér anzað!
- Bjarni Benediktsson var orðinn
dómsmálaráðherra. Hann fól einum
af starfsmönnum sínum að eiga sím-
tal við mig.
ErindiS var þríþætl.
I fyrsta lagi tilkynnti þessi starfs-
maður dómsmálaráðuneytisins mér,
að sannast hefði, að höfundur þessa
svokallaða skattsvikabréfs, var eng-
inn annar en fyrrverandi fjármála-
ráðherra, þingmaður Vestmannaey-
inga, sem þá hafði skipt um hlutverk
og var nú orðinn sjávarútvegsmála-
ráðherra, þegar hér var komið sögu.
I öðru lagi hafði það sannast, að
efni bréfsins voru bréf skattstjórans
í Vestmannaeyjum til fyrrv. fjár-
málaráðherra varðandi framtöl mín
og samspil þeirra í þessu máli.
I þriðja lagi færði starfsmaður-
inn mér þá einlægu ósk dómsmála-
ráðherrans, sem jafnframt var
kennslumálaráðherra og þannig hús-
bóndi minn að vissu marki, að gera
það fyrir sín orð, að láta þetta mál
falla niður, því að afleiðingarnar af
þessum skrifum fyrrverandi fjármála-
ráðherra gætu orðið óhugnanlegar
einum og öðrum aðila, ef málið yrði
t. d. dæmt að lokum í Hæstarétti.
Jafnframt þessari málaleitan
kennslumálaráðherrans æskti hann
jíess, að takast mætti góð samvinna á
milli okkar í fræðslumálum Vest-
mannaeyinga.
Ég fór að orðum Bjarna Benedikts-
sonar, dóms- og kennslumálaráð-
herra, og lét málið falla niður. Ég
þekkti hann af afspurn og treysti
honum, treysti á manndóm hans og
góðvild í framfaramálum. Ég viður-
kenni það fúslega, að hér réði eigin-
girni mín gjörðum mínum. Ég sá
hugsjónamálum mínum hag í því að
90
BLIK