Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 71
taeki stefnanda, sem flutti inn á sín-
um tíma „Faktúruna í tunnunni“,
eins og hneykslismál þau voru kölluð
manna á milli á sínum tíma.
Afrit þessi fékk ég bráðlega, heil-
mikla doðranta.
Eg vann úr þessum gögnum eftir
uiætti og bjó mig undir réttarhald,
sem fram skyldi fara 11. maí eða á
lokadaginn (1950).
Oá lagði ég fram þessi skilríki í
bæjarþingi Vestmannaeyja:
E Staðfest afrit af ýmsum köflum úr
lögregluþingbók og Dómabók
Reykjavíkur.
2. 29. og 30. tölublað Skutuls á ísa-
firði, 21. júní 1945, 33. árg.
5. 48. tölubl. Tímans, 29. júní 1945,
29. árg.
4. Afrit af grein í Tímanum, 1. febr.
1947, 22. tbl.
5- 61. tbl. Þjóðviljans, 14. árg., 18.
marz 1949.
6. Greinargerð þá, sem hér fer á
eftir orðrétt, eins og ég afhenti
hana dómaranum:
,.A framboðsfundi til bæjarstjórn-
arkjörs, sem haldinn var í Samkomu-
húsi Vestmannaeyja 27. jan. s.l., las
Guðlaugur Gíslason, kaupmaður,
Skólavegi 21 hér í bæ, upp bréf, sem
hann fullyrti, að væri frá „ráðu-
neytinu“. Efni bréfs þessa var fram-
tal mitt fyrir árið 1947. í bréfi þ essu
var greinilega og umbúðarlaust
dróttað að mér skattsvikum eða til-
raun til skattsvika, — að ég hefði sýnt
1 því verulega viðleitni að draga
tekjur mínar og eignir undan skatti.
Þessu til sönnunar og staðfestu vísa
ég til vitnanna, sem sóru í máli þessu
málstað stefnanda til þóknanlegs
framdráttar.
Efni umrædds bréfs og upplestur
vakti þvi í fleira en einu tilliti al-
menna furðu og undur á nefndum
framboðsfundi.
Nú leyfi ég mér hér með að skrá
í vörn þessa afrit að bréfi fjármála-
ráðuneytisins til mín, þar sem því er
lýst yfir, að afrit af bréfi varðandi
framtal mitt og skattamál hafi ekki
verið sent frá ráðuneytinu.
Bréfið er svohljóðandi:
„Fj ármálaráðuneytið
Reykjavík, 11. marz 1950.
Ráðuneytið hefur móttekið bréf
yðar dags. 6. marz 1950 varðandi
afrit af bréfi, er þér nefnið og á að
hafa verið um skattamál yðar. Ekki
verður séð í skjalasafni ráðuneytis-
ins eða bréfaskrám þess, að neitt
bréf hafi verið ritað héðan um skatta-
mál yðar.
F.h.r.
Magnús Gíslason (sign),
Kristján Thorlacius (sign).
Staðfest afrit af bréfi þessu legg
ég fram í rétt, ef ég sé ástæðu til þess
eða það verður véfengt.
Böndin virðast því óneitanlega
berast að stefnanda sjálfum, að
hann, fjármálaráðherrann og alþing-
ismaðurinn, hafi skrifað umrætt bréf
og sent það nefndum Guðlaugi Gísla-
syni, formanni Flokksins hér, til að
BUk
69