Blik - 01.06.1976, Qupperneq 50
sjómennirnir í Holtsvör voru í vom-
um. Þeir drógu það við sig að ýta.
Þeir tóku til aS „bræð’ann“, eins og
stundum var komizt að orði. A með-
an varð heimasætunni á Moldnúpi
reikað austur með sjávarströndinni.
Hún var í öngum sínum. Vonbrigðin
voru sár. Eins og hún hafði þó hlakk-
að til að geta innt þetta starf af
hendi. Það var nánast líknarstarf, þó
að til þess þyrfti óvenjulegt hug-
rekki og mikinn dugnaS.
Hún var heittrúuð, þessi unga
heimasæta á Moldnúpi, og nú bað
hún til guðs. Það hafði móðir henn-
ar kennt henni.
Hvað var þetta gula, sem blasti
þarna við í hallanum suður af sjáv-
arkambinum? Hún nálgaðist það á
styrkum fótum. Og svo sannarlega
var það sjóstakkur, gulur og olíu-
borinn en ekki gjörður úr íslenzku
skinni. Og meira fann hún þarna.
Nokkru austar kom hún auga á ann-
að, lítið, gult. Það reyndist vera
sjóhattur. Hvernig gat annars á þessu
staðið? Og einmitt nú, þegar hún
þurfti þessa svo sannarlega með, svo
að nauðsyn knúði. — Nei, þetta var
næstum óskiljanlegt, nema hér hafi
kraftaverk átt sér stað.
Katrín heimasæta kom arkandi
vestur eftir fjörukambinum með
stakkinn og sjóhattinn og sýndi
skipshöfninni, hvað hún hefði fund-
ið. Þeir stóðu þarna undrandi og
orðlausir. Svo ýttu þeir, og auðvitað
fékk heimasætan að fljóta með.
Brátt sannaðist, að hún var í raun-
inni lúsfiskin. Hún dró og dró og
hlutur hennar var sízt minni en
þeirra á bátnum, sem mest drógu.
Hún færði foreldrum sínum verulega
björg í hú eftir róðurinn. Og marga
róðra áttu hún þá ófarna.
Eftir þetta réri Katrín Unadóttir
tvær vorvertíðir og eina vetrarvertíð
frá Eyjafjallasandi og þótti jafnan
liðtæk í því starfi. Víst hafði það
miklar hættur í för með sér að stunda
sjó frá þessari sendnu og hafnlausu
strönd og það að vetrinum, þar sem
brimið og boðaföllin gerðu oft lend-
inguna tvísýna. Hin miklu slys sönn-
uðu hættuna miklu.
Og sagan um „kraftaverkið“ lifði
á vörum og í huga bændafólksins
undir Eyjafjöllum um tugi ára. Mér,
sem þetta ritar, var sögð hún 75 ár-
um eftir að hún gerðist. Og sá ,sem
sagði mér, trúði því einlæglega, að
kraftaverkið hefði raunverulega
gerzt. Ég undraðist, en sá enga á-
stæðu til að rengja frásögn hans.
Margt er svo óskiljanlegt í lífi okkar
mannanna. Og ég finn jafnan til með
þeim, sem ekkert undrast og engu
trúa nema því, sem gómað verður.
Nokkru eftir að mér var tjáð þessi
kraftaverkasaga, fann ég Hannes Sig-
urðsson að máli. Hann var furðu
málhress svo aldraður, sem hann var,
94 ára. Hann mundi vel atburðinn
þann, þegar „kraftaverkið“ gjörðist.
Hvernig gat það gerzt? Hvaðan bár-
ust hlutirnir upp í hendurnar á hinni
heitttrúuðu og bænheitu heimasætu,
ungu stúlkunni einlægu og hugrökku?
Hannes sagði svo frá: „Við skildum
það strax, hvernig þetta gerðist.
48
BLIK
J