Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 96
„upplesari skattsvikabréfsins“, sem
orðinn var forustumaður Flokksins,
sér slag á borði eftir ábendingu hér-
aðsdómslögmannsins. Tínd voru upp
nokkur bitur orð úr grein þessari og
talin meiðyrði, sem rétt væri að fá
dóm fyrir. Síðan stefndi Guðlaugur,
„upplesari skattsvikabréfsins“, mér
fyrir þau. Þá hófst önnur lota þess-
ara málaferla.
Héraðsdómslögmaðurinn, sjálfur
skattstjórinn ,sótti mál þetta fyrir
„upplesarann“ og leiddi hann nánast
við hlið sér inn í bæjarþingið eins
og einhvern ómálga peyja. Af þeirri
sjón hafði ég mikla ánægju. Það var
mér vissulega gleðiefni að sjá þá
saman hlið við hlið í stólunum í
bæjarþingskrubbunni að Tindastóli,
bæjarfógetasetrinu í Eyjum. — Og
mig langar til að skjóta því hérna
inn í mál mitt, að það varð mitt hlut-
skipti að láta byggja hús í bænum,
þar sem bæjarfógetaembættið fékk
húsnæði við sitt hæfi, svo að við
Eyjabúar þyrftum ekki lengur að
blygðast okkar fyrir aðbúnað bæjar-
fógetaembættisins, þegar t. d. út-
lendingar áttu erindi til þessa æðsta
embættismanns í bæjarfélaginu, full-
trúa íslenzka ríkisins. Það var árið
1964 að bæjarfógetaembættið fékk
inni í byggingu Sparisjóðs Vest-
mannaeyja, í hinni nýju byggingu
hans, fyrir atbeina minn. Mér þótti
vænt um að geta komið þessu svona
vel fyrir, enda voru bæjarfógetarnir
sjálfir jafnan velviljaðir mér og
starfi mínu og engir ofstækismenn að
mínu mati. En þetta er allt önnur
saga og hvarfl frá efni frásagnar
minnar.
Þegar hér var komið sögu, hafði
ég þjálfast þó nokkuð í þessari máls-
varnariðju og hafði, þó að skömm
sé frá að segja, býsna mikla ánægju
af henni. Mér gáfust þarna tök á að
sálgreina lögfræðingana og fá stað-
festingu á samstöðu þeirra í mála-
rekstri þessum gegn leikmanninum.
Skerpa þeirra og gáfnafar varð mér
líka ljósara en áður og listin sú að
kunna að beita lögfræðilegum rök-
um. Þarna hafði ég líka ánægju af
því að sjá héraðsdómslögmanninn í
bæjarþinginu með skjólstæðing sinn,
sænska konsúlinn, við hlið sér eins
og svolítinn drenghnokka, sem ekki
kunni fótum sínum forráð.
Klögumálin gengu á víxl, eins og
segir í sögunum okkar. — Þetta var
raunar orðinn spennandi sjónleikur.
Málin sótt og varin, færð fram sök
og gagnsök, því að ég gagnstefndi
Guðlaugi Gíslasyni fyrir að lesa bréf-
ið, skatsvikabréfið, í eyru almenn-
ings. Ég gerði kröfu til þess að hann
yrði dæmdur til að leggja bréfið
fram í bæjarþinginu. Þá fannst mér
málsvörnin verða að kátbroslegri
skrítlu undir verndarvæng héraðs-
dómslögmannsins, því að „upplesar-
inn“ var látinn leggja fram í bæjar-
þinginu þannig orðaða vörn gegn
því, að hann gæti lagt fram „Skatt-
svikabréfið“, og tók dómarinn þessa
vörn hans góða og gilda!:
„Við athugun kemur í Ijós, að í
skjölum þeim, sem ég enn á eftir frá
framhoðsfundinum 27. jan. s.l., fyr-
94
BLIK