Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 168
Árnason á Oddstöðum kommóðuna
og síðan Oddgeir bifreiðarstjóri son-
ur hans. Oddgeir Þórarinsson gaf
hana Byggðarsafninu árið 1958 eða
á 100 ára ártíð séra Jóns Austmanns,
hins gagnmerka sóknarprests.
882. Dragkista. Þessa litlu drag-
kistu átti frú Fríður Lárusdóttir
bónda og hreppstjóra Jónssonar á
Búastöðum. Lárus bóndi smíðaði
sjálfur dragkistuna og gaf hana þess-
ari dóttur sinni í fermingargjöf, en
frú Fríður var fermd 26. maí 1894.
Frú Fríður Lárusdóttir var gift
Sturlu Indriðasyni frá Vattarnesi.
Dóttir þeirra hjóna, frú Lára
Sturludóttir, gaf Byggðarsáfninu
dragkistuna.
883. Dragkista, sem er smíðuð úr
mahoní. Hún á þessa sögu: Árið
1880 rak langt og gildvaxið mahoní-
tré í Gunnarsurð, sem er í krikanum
milli Kervíkurfjalls og Sæfells. Þarna
átti þá rekaréttindi Jóhann J. John-
sen, veitingamaður og bóndi í Fryd-
endal, en hann hafði byggingu fyrir
einni Kirkjubæjajörðinni (Bænhús-
jörðinni á Kirkjubæjum).
Tré þetta var þurrkað vandlega og
síðan rist í borð með stórviðarsög
Ingimundar bónda Jónssonar á Gjá-
bakka (sjá nr. 489). Hjá hjónunum
í Frydendal dvaldist þá Árni tré-
smiður Árnason, sem stundaði sjó í
Eyjum á útvegi Frydendalshjón-
anna, þegar hann vann ekki að smíð-
um. Árni Árnason hafði fyrir
skömmu Iokið við að smíða þessa
dragkistu, þegar hann drukknaði, en
það var árið 1887.
Tii fyrirmyndar um smíði þessa
hafði Árni smiður dragkistu hjón-
anna í Nýjabæ, sem prestshjónin á
Ofanleiti höfðu átt. (Sjá nr. 8811.
Síðast átti þessa dragkistu Árni verzl-
unarmaður Jónsson í Odda (nr. 63
A) við Vestmannabraut, sem var
starfsmaður Gunnars Ólafssonar og
Co. um langt árabil. Hann var frá
Helgusöndum í Landeyjum, f. 12.
apríl 1889 og dáinn 21. júní 1963.
Hann gaf Byggðarsafninu dragkist-
una.
884. Fatakista. Kistu þessa áttu
hreppstjórahjónin á Búastöðum hin-
um vestari, Lárus Jónsson og frú
Kristín Gísladóttir. Hann smíðaði
sjálfur kistuna um 1880.
885. Fatakista. Þessa kistu gaf
Karl Guðmundsson skipstjóri Byggð-
arsafninu.
886. Fatakista.
887. Fótskör, fótskemill með sama
sniði og sjóferðakista.
888. Hægindastóll eða vinnustóll
frú Rósu Eyjólfsdóttur húsfr. í Þór-
laugargerði. Jón bóndi Pétursson,
maður hennar, smíðaði stólinn. Jón
Guðjónsson, bóndi og smiður í Þór-
laugargerði, fóstursonur þeirra
hjóna, gaf Byggðarsafninu stólinn.
889. Kistill. Á hann er málað nafn-
ið Una. Frú Una Jónsdóttir, skáld-
kona að Sólbrekku (nr. 21) við
Faxastíg, átti þennan kistil og gaf
hann Byggðarsafninu.
890. Skrifborð. Þetta skrifborð
átti og notaði í skrifstofu sinni í
Landlyst, Þorsteinn héraðslæknir
Jónsson (1865-1905), „Eyjakarl“,
166
BLIK