Blik - 01.06.1976, Side 59
leiknum þeim. Síðan höíðu þau hjón-
m aldrei neytt kosningaréttar síns í
kaupstaðnum, sagði hann, en þó
farið jafnan á kjörstað til þess að
kaupa sér frið. Þau skiluðu ávallt
auðu.
Hjónin höfðu sem sé komið sér
saman um að segj a mér þetta, aðvara
mig, svo að ég yrði við öllu búinn,
því að þau vildu mér vel. Meira ósk-
uðu þau ekki að segja mér. Draum-
inn fengi ég ekki að heyra.
„Eg veit efni draumsins,“ segi ég.
Eg hafði heyrt hann sagðan öðrum
fyrir nokkrum árum. „Nú, ég hélt
hann algjört leyndarmál,“ sagði gest-
urinn. „Var það ekki draumurinn
um húðstrýkinguna miklu, þegar
sýslumaðurinn var „fleginn lif-
andi?“ spurði ég kankvís. Þá brá
gestinum. „Við nefnum það aldrei
framar,“ sagði hann.
„En hvað er til ráða gegn öllum
þeim ósköpum, sem yfir kunna að
dynja?“ spurði ég. Þá sagði gestur-
mn með miklum alvörusvip: „Karl
sýslumaður var prúður maður og
drengur góður. Honum varð ráðafátt
og hann skorti hörku gegn árásunum
miklu, sem kaupmanna- og konsúla-
valdið hér lét dynja á honum, þegar
það þurfti að losna við hann, og þá
alveg sérstaklega úr þingmannssæt-
inu, sem það sóttist sjálft eftir. Hann
lét þess vegna í minni pokann. Þegar
við vorum strákar að alast upp hér
í Eyjum, slógumst við stundum í
illu. Þá fannst okkur sá strákur bera
helzt sigur úr býtum, sem hæst lét
smella í, þegar hann gaf á kjaftinn.
Þá list kunni sýslumaðurinn, hann
Karl vinur minn, ekki.“
Svo hvarf gesturinn snögglega,
eins og hann kom.
Eg sat eftir hugsi og agndofa.
Hvað var framundan?
Slysið mikla
Hinn 7. janúar 1950 gerðist átak-
anlegur atburður í Vestmannaeyjum.
Vélskipið Helgi V.E. 133, stærsta
skip, sem þá hafði verið smíðað hér
innanlands, 120 rúmlestir að stærð,
fórst við Faxasker um miðjan dag í
afspyrnu veðri.
Fólk horfði á hinn sorglega at-
burð felmtri slegið. Alls misstu 10
menn lífið, því að engri hjálp varð
við komið sökum veðurofsans og
óskapanna, sem á gengu.
Helgi Benediktsson útgerðarmað-
ur, átti skipið. Hann bar að vonum
illa barr sitt næstu vikur og mánuði.
Þó að hann virtist yfirleitt og að
öllum jafnaði karlmenni hið mesta
að þreki og kjarki, var hann tilfinn-
ingaríkur og viðkvæmur, þegar því
var að skipta. Hann tók sér þennan
sorglega atburð mjög nærri eins og
vonlegt var.
Bæjarmálafundur í Samkomuhúsi
Vestmannaeyja
Fulltrúaefni stjórnmálaflokkanna í
bænum komu sér saman um almenn-
an framboðs- eða bæjarmálafund í
Samkomuhúsi Vestmannaeyja föstu-
daginn 27. jan. (1950), því að bæj-
arstjórnarkosningarnar skyldu fram
fara 29. sama mánaðar. Ræðum
BLIK
57