Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 167
878. Öðuskel. Þessi öðuskel var á
sínum tíma notuð í stað skeiðar eða
spóns. Eftir hörðu árin, sultarárin
1881 og 1882, fluttust sárafátæk hjón
til Vestmannaeyja með stóran barna-
hóp. Fjölskyldufaðirinn átti hvorki
spón eða skeið til þess að borða með
spónamatinn. Til þess notaði hann
þessa öðuskel. Það mun ekki hafa
verið einsdæmi hér á landi á þeim
arum. Oðuskel þessi var geymd hér í
onefndu húsi um tugi ára til minja
um bágindi þessarar fjölskyldu.
Barna'barn hinna sárafátæku hjóna
gaf Byggðarsafninu skelina, en það
var búsett hér til aldurtilastundar.
Sá einstaklingur lézt fjörgamall í
mjög góðum efnum. - Engin nöfn
verða hér nefnd samkvæmt ósk gef-
andans.
879. Ölkanna. Hún er bornhólmsk
að uppruna og hún er sögð mjög
gömul. Sigfús M. Johnsen, fyrrv.
bæjarfógeti hér í Eyjum, gaf Byggð-
arsafninu könnuna.
12. kafli
Húsgögn, hurðir og ýmsir fleiri
hús -og heimilismunir
880. Dragkista (kommóða). Sann-
anlegt er, að þessi dragkista er meira
en 200 ára gömul. Dragkistu þessa
smíðaði „kóngssmiðurinn“ í Þór-
laugargerði, Guðmundur bóndi þar
Eyjólfsson. Kóngssmiðir voru þeir
einir titlaðir í Eyjum, sem lært höfðu
smíðar í Danmörku, voru „snikkar-
ar“, og höfðu það að atvinnu öðrum
l>ræði að stunda smíðar á vegum
konungsvaldsins í Eyjum, byggja
hús fyrir kónginn og gera við hin
opnu fiskiskip hans, en konungsvald-
ið danska rak hér alla útgerð um
tveggja alda skeið. Guðmundur Eyj-
ólfsson setti t. d. þakið á Landa-
kirkju, sem byggð var á árunum
1774^1778.
Þegar hjónin Lárus Jónsson og frú
Kristín Gísladóttir fengu ábúð á
Vestri-Búastöðum eftir Sigurð Torfa-
son hreppstjóra árið 1870, þá lét
hreppstjórinn hina nýju ábúendur
„erfa“ dragkistuna.
Dragkistu þessa gaf frú Júlíana
Sigurðardóttir, fyrrv. húsfreyja á
Búastöðum, Byggðarsafninu, en hún
var gift Pétri Lárussyni bónda, syni
Búastaðahjónanna frú Kristínar og
Lárusar.
881. Dragkista (kommóða). Þessa
dragkistu áttu prestshjónin að Ofan-
leiti, séra Jón Jónsson Austmann og
mad. Þórdís Magnúsdóttir. Þau voru
búandi að Ofanleiti 1827-1958.
Kommóða þessi kvað vera dönsk að
uppruna, og eignuðust prestshjónin
hana árið 1817, er þau fengu presta-
kallið að Þykkvabæjarklaustri og
settust að á Mýrum. Eftir fráfall séra
Jóns J. Austmanns árið 1858 eign-
aðist Magnús J. Austmann, bóndi,
stúdent og alþingismaður að Nýjabæ
kommóðuna, en hann var elzta barn
þeirra hjóna. Hann lézt árið 1859.
Frú Kristín Einarsdóttir, ekkja hans,
átti síðan húsgagn þetta alla sína
búskapartíð í Nýjabæ eða til dauða-
dags árið 1899.
Við fráfall frú Kristínar Einars-
dóttur eignaðist Þórarinn bóndi
165
blik