Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 81
A sama réttarskjali segir umboðs-
maður stefnanda, að hann leggi á
það áherzlu mér til sakfellis, að um-
deild ummæli séu borin fram af
embættismanni, skólastjóra gagn-
fræðaskólans hér. Þetta er býsna at-
hyglisverð áherzla, því að umboðs-
maður stefnanda, skattstjórinn sjálf-
ur, virðist ekkert hafa við það að
athuga, og gerist þar málssvari, þótt
sjálfur fjármálaráðherra þjóðarinn-
ar, æðsti gæzlumaður og verndari
skattalaganna, alþingismaður og
formaður Nýbyggingarráðs, væni al-
saklausan skattþegn um skattsvik og
þjófnað og láti útvarpa slíkum sak-
argiftum í eyru almennings á opin-
berum framboðsfundi. Og svo er ó-
rannsakað enn, hvern þátt skattstjór-
inn sjálfur, umboðsmaður stefnanda
í máli þessu, á í þessu svívirðilega
mannskemmdarmáli. Getur slíkt ver-
ið hneykslunarhella, þótt opinber
embætismaður og skólamaður undr-
ist slíkt hátterni ráðherra og alþing-
ismanns og reyni að bera hönd fyrir
höfuð sér? Og ekki er síður ástæða
til að undrast slíka árás opinbers
embættismanns á mannorð mitt, þeg-
ar sami ráðherra hefur verið sakað-
ur um gjaldeyrisþjófnað og faktúru-
falsanir. Sá er eldurinn heitastur, er
a sjálfum brennur.
1 sáttakæru, málskjali nr. 10, kem-
ur fram, að umboðsmaður stefnanda,
eða stefnandi sjálfur, virðist algjör-
lega fallinn frá því, að framburður
vitna hans standist lengur. Þannig
eru þá hin upphaflegu málsrök stefn-
anda að engu orðin, grundvöllurinn
brostinn og vitni hans dæmd ljúg-
vitni og meinsærisfólk.
Stefnandi hefur því hafið nýtt mál
á hendur mér samkvæmt nýrri stefnu
og sáttarkæru til sóknar í framhalds-
sök, og byggist sú málsókn á þeim
orðum mínum, sem ég viðurkenni að
hafa sagt um stefnanda á margnefnd-
um framboðsfundi og vitni mín hafa
staðfest.
Eg hef áður í greinargerð þessari
fært að því óyggjandi rök, og um-
boðsmaður stefnanda greitt þeim
rökum óbeint atkvæði sitt á málskjali
nr. 6, eins og áður segir, að orð mín
eru sannleikanum samkvæm og verða
ekki hrakin.
Síðast virðist réttarskjal 11, grein-
argerð umboðsmanns stefnanda, bera
það með sér, að umboðsmaður stefn-
anda sé fallin frá öllum sínum fyrri
málsrökum og horfinn af málsóknar-
grundvelli þeim, sem báðar sáttar-
kærurnar, málsskjal nr. 2 og nr. 10,
byggjast á. Það eitt virðist aðeins
eftir hjá umboðsmanni stefnanda, að
fá mig dæmdan fyrir það að „bera
út orðróm, sem almenningi þó var
ekki kunnur“, eins og hann orðar
það. Mér skilst, að umboðsmaður
eigi hér við faktúrufalsanir og gjald-
eyrisþjófnað, sem stefnandi hefur
verið sakaður um. Ég mótmæli þess-
ari firru umboðsmannsins harðlega.
Dirfist umboðsmaðurinn að fullyrða
þann orðróm ókunnan almenningi,
sem skrifaðar hafa verið um margar
blaðagreinar og birtar almenningi,
svo sem í Skutli á Isafirði, Tíman-
um og Þjóðviljanum í Reykjavík og
blik
79