Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 133
573. Klukka — vekjaraklukka.
Klukku þessa átti eitt sinn einn af
lögregluþj ónum kaupstaðarins. Erf-
ingjar hans gáfu hana Byggðarsafn-
inu.
574. Klukka (veggklukka) frá
^tóru-Löndum. Klukku þessa áttu
hjónin frú Elín Þorsteinsdóttir frá
Dyrhólum í Mýrdal og Friðrik Svip-
mundsson, skipstjóri og útgerðar-
maður. Þau hyggðu íbúðarhúsið að
Stóru-Löndum (nr. 11) við Landa-
götu 1909.
575. Klukka (,,stimpilklukka“).
Þetta mun vera fyrsta stimpilklukka,
sem keypt var til Eyja. Hana átti
Einar Sigurðsson, hraðfrystihúsa-
eigandi, („Einar ríki“) og notaði
hana um árabil í Hraðfrystistöð
Vestmanaeyja. Hann gaf Byggðar-
safninu klukkuna árið 1966.
576. Klukka (,,rafmagnsklukka“).
Þessa klukku gaf Friðfinnur Finns-
son, kaupmaður frá Oddgeirshólum,
Byggðarsafninu. Frú Anna Johnsen,
Túngötu 7 í Reykjavík, gaf F. F.
klukkuna og lagði um leið svo fyrir,
að hann skyldi gefa hana Byggðar-
safninu, þegar hann vildi ekki nota
hana lengur eða eiga.
577. Klukka (borðklukka) úr
gleri. Þessa klukku áttu héraðslækn-
ishjónin að Kirkjuhvoli (nr. 65 við
Kirkjuveg), frú Anna og Halldór
Ounnlaugsson. Börn þeirra gáfu
Byggðarsafninu klukkuna eftir þeirra
dag.
578. Klukka. Þessa klukku átti
Vlaríus Jónsson,sjómaður í Framnesi
(nr. 3 B) við Vesturveg. Klukkan
var send Byggðarsafninu frá Vossa-
bæjarhjáleigu í Gaulverjabæjar-
hreppi eftir fráfall Maríusar Jónsson-
ar. Gefandi: Frú Anný Guðjónsdótt-
ir, bróðurdóttir M. J.
579. Karlmannsúr. Það fannst í
norskum heybagga, sem keyptur var
til Eyja um eða eftir 1930 og var
fluttur frá Noregi með norska milli-
landaskipinu Lyru, sem þá hafði
fasta áætlun milli landanna. - Árni
J. Johnsen frá Frydendal, síðast
bóndi í Suðurgarði, gaf byggðar-
safninu úrið.
580. Karlmannsúr. Þetta vasaúr
gáfu fósturforeldrar Þ. Þ. V. honum,
þegar hann fermdist vorið 1914.
Það er „15 steina úr“, eins og það
var þá orðað. Síðan notaði hann úr
þetta hér í hæ í 37 ár en alls 46 ár
samfleytt. Með því gætti hann stund-
anna í Unglingaskóla Vestmanna-
eyja í 3 ár, í Gagnfræðaskólanum í
Vestmannaeyjum í 30 ár og í Spari-
sjóði Vestmannaeyja í 17 ár, áður
en hann eignaðist armbandsúr. Úr
þetta var sem sé notað til ársins
1960 og þá gefið Byggðarsafninu.
581. Karlmannsúr, mjög gamalt,
enda dregið upp með lykli. Það var
á sínum tíma keypt í einokunarverzl-
uninni hér um 1860. - Úr þetta
notaði um tugi ára Finnbogi bóndi
og skipstjóri Björnsson í Norður-
garði .Gefandi: Frú Klara Kristjáns-
dóttir frá Heiðarbrún við Vest-
mannabraut (nr. 59).
582. Karlmannsúr mjög gamalt,
enda dregið upp með lykli. Þetta úr
átti hér upprunalega Michael Marius
blik
131