Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 95
inni hér á landi? Hvort kysir þú held-
ur að verða brenndur lifandi með
óskert mannorð en að látast á sóttar-
sæng ærulaus, stimplaður svikari,
lygari og þjófur?
I hvert sinn, sem trúarjátningin er
lesin, minnir hin kristna kirkja á þátt
Pontíusar heitins í píslarsögu Krists.
Enginn álasar kristinni kirkju það.
Það tók mig um það bil tvo ára-
tugi að uppræta úr sálarlífinu beiskju
þá, sem allar þessar mannskemmdir
ollu mér. Nú brosi ég að þessu öllu
saman og vildi ekki hafa verið án
þessara átaka fyrir nokkurn mun. -
Sending hinna duldu afla hugsjóna-
málum mínum til framdráttar!
Eg finn þó til. Ég finn til með þjóð
minni, þegar trúnaðarmenn hennar
og þjónar bregðast henni, verða sér
og henni til minnkunar eða jafnvel
svívirðingar sökum þroskaleysis eða
skorts á manndómi, svo að ekki sé
grófara til orða tekið.
Þegar ég er hingað kominn í þess-
um skrifum mínum, heyri ég. að bisk-
upinn er að flytja ræðu í Utvarpið
um séra Hallgrím Pétursson í tilefni
þrjú hundruð ára ártíðar hans. Ég
hætti að skrifa og hlusta af áhuga,
eins og ávallt, þegar ég á þess kost
að heyra hann flytj a ræðu. Hann er
líka embættismaður ríkisins.
Þegar biskupinn hefur flutt ræðu
sína og lagt Guðríði húsfreyju gott
orð, farið um nafn hennar hlýjum
viðurkennandi orðum, kemst ég við
og setzt á ný við skrifborðið. Ég er
hrærður. Og hvers vegna það? — Af
því að þjóð mín hefur níðzt á nafni
þessarar blessaðrar konu um aldir.
Hún hefur í ræðu og riti verið dreg-
in í svaðið sem hvert annað úrþvætti.
Og enn eru sum skáld okkar „að slá
sig til riddara“ með þeirri kenningu,
að hún hafi verið lauslætiskvendi.
Það er skepnunum óvirðing og níð
að kalla slíkan skáldskap skepnu-
skap. Þar hæfir grófara orð um það
andans sorp.
Já, ég hrærist af gleði, þegar níð-
ingslundin er kveðin í kútinn.
Önnur lota
Kaup kaups
Þegar Flokksforustan uppgötvaði,
hversu auðvelt var að fá mig sektað-
an, þar sem ég var dæmdur til AÐ
GREIÐA RÍKISSJÓÐI SEKTIR fyr-
ir persónulegar ærumeiðingar í minn
garð þrátt fyrir upptök ráðherrans
og skattstjórans að deilum þessum,
þá afréð Flokksforustan, að fram
skyldi haldið í sama anda í trausti á
dómsvaldið í kaupstaðnum. Nokkra
svölun gætu þær málsóknir og sektir
veitt þeim vegna kosningaósigursins
29. janúar.
Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar
hafði ég skrifað langa grein í Fram-
sóknarblaðið í Eyjum um forustulið
Flokksins, eiginhagsmuna-baráttu
þess og vanstjórn, meðan þeir höfðu
þar völdin, mennirnir sem skipuðu
forustuna. Grein þessa kallaði ég
Ohappamenn — niðurrifsmenn. Án
efa átti hún nokkurn þátt í kosninga-
sigri okkar Framsóknarmanna við
bæjarstjórnarkosningarnar. - Nú sá
93
BLIK