Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 126
ÁriS eftir giftingu þeirra frú Jór-
unnar og Engilberts flytur Gísli
Gíslason um set og gerÖist þá „búð-
arloka“ hjá föður sínum við Garðs-
verzlunina ,einokunarverzlunina í
Danska-Garði „á Kornhólsskansi“.
Ekki undi Gísli lengi búðarstörf-
unum. Hugur hans leitaði annað og
hærra.
Snemma á uppvaxtarárum sínum
vakti Gísli Gíslason athygli á sér fyr-
ir meðfædda listfengi á vissum svið-
um: Hann var fæddur smiður, sagði
fólk. Og hann vildi verða lærður tré-
smiður.
Þessi vilji hans og þrá leiddi til
þess, að hann hvarf úr Eyjum árið
1877, þá 19 ára að aldri, og fluttist
til Eyrarbakka. Þar hóf hann smíða-
nám. En brátt varð útþráin og hugur
hans til fullkomnara smíðanáms öllu
öðru öflugra.
Hann sigldi til Kaupmannahafnar
líklega árið 1878 eða eftir eins árs
dvöl á Eyrarbakka. I Höfn réðst hann
til smíðanáms. Hann vildi öðlast
dönsk „snikkararéttindi“. Það var
hámarkið. Það var titill álits og mik-
illar virðingar. Jafnframt trésmíða-
náminu stundaði Gísli Gíslason
Bjarnasen beykisiðn og lærði það
handverk til hlítar. Hann lauk námi
sína á tilskyldum tíma og hlaut mik-
ið lof fyrir störf sín þar með Dönum
og svo námsafrek.
Frá Kaupmannahöfn leitaði hann
svo aftur heim til föðurtúnanna. Þá
fékk hann atvinnu við smíðar suður
á Reykjanesi, en þar voru þá miklar
byggingar víða í framkvæmdum, því
að „Suðurnesjamenn“ juku útgerð
sína þá ár frá ári svo að sögur tóku
að berast um mikil afrek á því sviði
og þjóðnytja framtak „berserkjanna“
þar.
Þarna á Reykjanesinu spunnust
svo hinir örlagaríkustu þræðir í ævi
hans.
Eins og ég drap á, þá voru á síð-
asta fjórðungi 19. aldarinnar miklir
atorkumenn lífið og sálin í atvinnu-
lífinu á Suðurnesjum, mótuðu það
og byggðu upp. Allt var undir þeim
komið, dugnaði þeirra og kjarki.
Skyldum við ekki þekkja þetta bezt i
okkar byggðarlagi, Vestmannaeying-
ar?
Sum heimilin á Suðurnesjum urðu
brátt landskunn fyrir atorku og
framtak, myndarskap og mennilega
hætti í atvinnulífinu. Sjómenn af
Suðurnesjum leituðu sér atvinnu á
Austfjörðum við sjósókn að sumr-
inu. Þeir státuðu drjúgum af for-
ustumönnum sínum, og fiskisagan
flaug.
Eitt af þessum atorku- og myndar-
heimilum var Kotvogsheimilið í
Höfnum á Reykjanesi. — Sama árið
og Gísli fæddist í þennan heim
(1858) kvæntist Ketill Ketilsson, óð-
alsbóndasonurinn í Kotvogi, Vil-
borgu Eiríksdóttur heimasætu að
Litla-Landi í Olfusi.
Systir frú Vilborgar húsfreyju í
Kotvogi var frú Guðrún Eiríksdóttir,
kona Guðmundar Halldórssonar sjó-
manns í Selvogi og síðar á Hvalnesi.
Guðmundur Halldórsson drukknaði
skammt undan strönd Hvalness 23.
124
BLIK