Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 102
Hér læt ég fljóta meS kafla úr
greinargerð minni og vörn. Vörnin
ber það auðvitað með sér, að hér
stýrir leikmaður pennanum en ekki
lögfræðingur:
„Nú eru leidd fram í bæjarþingið
tvö vitni, sem bera eða fullyrða allt
annað mér til dómsáfellis en tilgreint
er í sáttakærunni og mér er stefnt
fyrir. Þau fullyrða og sverja, að ég
hafi sagt að stefnandi væri sjálfur
undir áhrifum hvern dag eða a. m. k.
annan hvern dag allt árið. Þetta er í
rauninni það eina, sem vitnunum ber
saman um, enda voru þau leidd fyrir
réttinn eitt og eitt með fjögurra daga
millibili. Þau viðurkenna samfundi
sína milli réttarhalda . . .“
Eitt vitnið var ekki flokksmaður
brauðgerðarmeistarans. Þetta vitni
skulum við kalla Social Demo í þessu
bréfi mínu til þín, frændi minn góð-
ur.
Og þá minnist ég broslegs atviks,
þegar þetta vitni átti að mæta þarna
í réttarhaldskrubbunni hjá bæjarfó-
geta að Tindastóli við Sólhlíð og
bera sannleikanum vitni! Lokið var
við að pumpa eitt vitni, góðan
Flokksmann, sem fullyrt hafði margt
málstað brauðgerðarmeistarans til
framdráttar.
Vitnið Social Demo mætti ekki á
tilskyldum tíma til réttarhaldsins. Ég
krafðist þess, að pumpaða vitnið
yrði geymt í eins konar stofufang-
elsi, þar til Social Demo væri fund-
inn og yfirheyrður, svo að vitnin
ættu þess ekki kost að bera sig sam-
an. Þeirri kröfu minni var fullnægt.
Einnig var héraðsd.l. geymdur.
Fyrir augum mínum var þetta allt
sprenghlægilegur skollaleikur og efni
í góðan leikþátt. Og allt þetta mála-
stapp væri orðið að leikriti, ef mig
hefði ekki skort gáfur til þess að
færa það í viðeigandi og viðhlítandi
búning.
Eftir hálfrar annarrar klukku-
stundarleit fundu lögregluþjónarnir
loks Social Demo. Þá hló mér hugur
í brjósti. Vitnið hafði ekki fundizí
heima við. Þá var leigð bifreið til
leitarinnar og ekið um Heimaey suð-
ur og norður, austur og vestur. Loks
fannst Social Demo vestur í Hrauni.
Þar var hann að ganga sér til hress-
ingar og gera upp við sálu sína, á-
lyktaði ég og brosti svona innra með
mér. Eg gerði þessu skóna: Á ég? -
Á ég ekki? - Nú, en fyrst þeir fundu
hann, varð hann að standa við orð
sín og reyna að duga þeim vel. Það
er stundum erfitt að hemja neistann,
sem liggur innst eða hafa vald á
honum!
Hitt vitnið, sem þegar hafði skilað
af sér og unnið eið að framburði sín-
um, síðan geymt í búrinu nær tvo
tíma, var góður Flokksmaður, einn
úr Foringjaliðinu og sat í fulltrúa-
ráði Flokksins.
Og svo greini ég þér hér með orð-
réttan kafla úr vörn minni. Fyrir mér
eru skrif þessi eins konar „íslenzk
fyndni“, sem ég rifja upp mér til
kátínu í ellinni. - Þessar ábending-
ar mínar til dómarans voru sendar
honum til þess að veikja málstað