Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 37
stjórnar og kaupfélagsstjóra fyrir
það glappaskot að ráða mann eins og
Jón Rafnsson til starfa lij á kaupfé-
laginu. Hann var þarna talinn pott-
urinn og pannan í svívirðingu þeirri,
sem kaupfélagsstjórnarmönnum var
gjörð með auglýsingunni um „brott-
rekstur þeirra og svik“ í búðarglugga
félagsins. Jafnframt var þessi starfs-
maður kaupfélagsins talinn halda
uppi látlausum áróðri fyrir kommún-
ismanum og foringjum hans í Rúss-
landi í búðum og öðrum vistarver-
um kaupfélagsins, svo að fólk
hneykslaðist og fældist verzlunina.
Guðlaugur Hansson, sem þá var
stjórnarmaður kaupfélagsins, svaraði
avítunum Guðlaugs Brynjólfssonar
varðandi ráðningu Jóns Rafnssonar
til starfa hjá kaupfélaginu. Guðlaug-
ur Hansson sagði, að sér hefði ver-
ið vikið úr stöðu hjá Gísla J. John-
sen vegna stjórnmálaskoðana sinna,
og „dytti sér ekki í hug að láta slíka
osanngirni ráða gerðum sínum.
Hefði hann þ ví verið samþykkur á
sínum tíma að Jón Rafnsson yrði
•'áðinn starfsmaður kaupfélagsins.“
Þessi orð þóttu lýsa vel manninum.
Isleifur Högnason: „Jón Rafnsson
er ráðinn með samþykki stjórnarinn-
ar og ég virði það við hana.“
Guðmundur Sigurðsson kvað sér
aldrei hafa dottið í hug að stuðla að
því, að kaupfélagsstjóra yrði vikið.
Vildi helzt sjálfur víkja úr stjórn-
mni, þegar til aðalfundar kæmi.
Taldi hann sig hafa fengið álitsspjöll
vegna umræddra gluggaauglýsinga,
en vildi gjöra allt, sem í hans valdi
stæði, til þess að deila þessi jafnað-
ist með friði og spekt.
Þorbjörn Guðjónsson minnti
fundarmenn á, að nú væri kaupfélag-
ið 10 ára, ætti sæmileg húsakynni og
væri á framfaravegi. Það hefði hald-
ið niðri vöruverði á útlendum nauð-
synjum. Það mætti því ekki sundr-
ast af pólitískri óánægju. Var hann
því fylgjandi, að endurskoðandi yrði
fenginn að (frá S.I.S.), þótt hann
væri þess fullvís, að ekkert færi þar
fram vítavert. Kvað hann ómögulegt
að ætlast til, að kaupfélagsstjórinn
yrði allt í einu ópólitískur .Vonaðist
hann eftir góðri samvinnu stjórnar
og kaupfélagsstj óra, - ekki fram að
aðalfundi, heldur lengur.
Eiríkur Ogmundsson, fyrrv. for-
maður félagsins, bar þá fram svo-
hljóðandi tillögu:
„Fundurinn samþykkir að banna
allar pólitískar æsingar í húsum
kaupfélagsins og sömuleiðis pólitísk-
ar auglýsingar í gluggum þess.“
Þessi tillaga var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum.
Guðlaugur Hansson og Eiríkur
Ógmundsson áttu enn á ný nokkur
orðaskipti við kaupfélagsstjórann, en
ekkert nýtt kom þar fram viðvíkj-
andi deilumálum þessum.
Guðlaugur Brynjólfsson bað fund-
armenn að leggja deilumálin á hill-
una.
Fundarmenn voru því samþykkir
og töldu rétt að snúa nú umræðunum
að sjálfu kaupfélaginu, hag þess og
rekstri.
Þá hélt ísleifur kaupfélagsstjóri
blik
35