Blik - 01.06.1976, Side 210
Brjóstmynd af Þ.Þ.V
1. okt. 1974 að aflokinni skóla-
setningu Gagnfræðaskólans í Vest-
mannaeyjum var að viðstöddum
kennurum skólans, gagnfræðingum
1958-1963 og nokkrum gestum, af-
hjúpuð brjóstmynd af Þorsteini Þ.
Víglundssyni skólastjóra, gerð af Sig-
urjóni Olafssyni myndhöggvara.
Gamlir nemendur Þorsteins höíðu
bnndizt samtökum og kusu þessar
konur í nefnd til að annast fram-
kvæmdir: Birgit Sigurðardóttur,
Klöru Bergsdóttur og Sigrúnu Þor-
steinsdóttur.
Fyrir hönd gefenda afhenti Sigrún
Þorsteinsdóttir myndina skólanum að
gjöf, en síðan afhjúpaði kona Þor-
steins, Ingigerður Jóhannsdóttir,
myndina, sem hafði verið komið fyr-
ir á stigapalli gegnt aðaldyrum.
Skólastjóri þakkaði gjöfina og þá
ræktarsemi sem nemendur sýndu
skólanum og þann hlýhug og virð-
ingu, sem þeir sýndu gömlum kenn-
ara sínum.
Undirritaður rakti síðan í stuttu
máli störf Þorsteins hér í bænum.
A silfurskjöld á fótstalli myndar-
innar er letrað:
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
skólastjóri G. I. V. 1927—1963
Með þakklæti og virðingu.
Gagnfræðingar
1958-59-60-61-62-63
Þorsteinn hélt síðan skemmti-
lega ræðu. Rifjaði hann upp minn-
208
ingar úr starfinu með nemendum og
kvað útlit sitt og heilsu bera þess
bezt vitni, hve þau viðskipti hefðu
gengið vel.
Má þetta til sanns vegar færa, því
að á Þorsteini sést lítt 76 ára aldur,
áhugi og starfsþrek óbugað. Var
hann lengi vel einhamur eins og seg-
ir um afreksmenn í fornum sögum.
Mun, er tímar líða, starf hans í
Eyjum talið hið merkasta brautryðj-
andastarf.
Gefendur afhentu skólanum einnig
sparisjóðsbók með því fé, sem af-
gangs varð, og óskuðu að vöxtum
yrði varið til verðlauna í íslenzku,
en Þorsteinn kenndi hana alla tíð og
stuðlaði að auknum þroska nemenda
í því fagi með þáttum þeirra í riti
sínu, Bliki.
Vigfús Olafsson, skólastjóri
BLIK