Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 67
ann, og gert sitt ítrasta til að svipta
mig ærunni, fá mig stimplaðan skatt-
svikara og þjóf. Eg afréð að verja
mig sjálfur.
Oðrum þræði brann ég í skinninu
af forvitni. Ég vildi fá tækifæri til að
kynnast málarekstri, fá eilitla hug-
mynd um það starf. Svo brann fyrir
brjósti mér löngunin sú, að eiga þess
kost, að sálgreina lögfræðiklíkuna í
bænum, umboðsmann stefnanda,
skattstjórann, og svo dómarann sjálf-
an.
Mér var aldrei „list sú léð“ að
vera snefill að listamanni, hvorki á
einu eða öðru sviði. En engum er
alls varnað stendur þar, og heldur
ekki mér. Ég á innra auga. Með því
gengur mér furðu vel að sálgreina
menn, sjá í gegn innri manninn. Þar
sem ég er nú hættur öllu fjármála-
stússi sökum elli, er mér óhætt að
skýra frá því hér, að ég á mikið að
þakka þessu innra auga, að Spari-
sjóður Vestmannaeyja tapaði aldrei
í lánum einni einustu krónu þau 31
ár, sem ég starfaði þar og annaðist
lánveitingar og rekstur þeirrar stofn-
unar. Væri hicf innra ekki tryggt,
var krafizt meiri tryggingar, því að
allir fengu lán, öllum lánað jafnt, ef
um nytsamar framkvæmdir var um
að ræða.
Eins og ég tók fram, þá stóðu
fimm þekktir og „góðir Elokksmenn“
að því að senda fjármálaráðherra
skeytið og votta það, að ég hefði
fullyrt, að hann vœri talinn .. . o. s.
frv. — Þegar á hólminn kom og vitni
þessi skyldu vinna eið að fullyrð-
ingu sinni, vantaði óvart fyrirliðann,
sjálfan brauðgerðarmeistarann.
Hann hafði þá óvart stungið sér burt
úr bænum. Við fréttum af honum
vestur í Stykkishólmi. Þá hló skálkur-
inn í mér. Fíflunum skyldi sem sé á
foraðið etja. — Þessi fjögur vitni
stefnda og héraðsdómslögmannsins
staðfestu síðan fullyrðingar sínar
með eiði samkvæmt kröfu minni.
Þessir fjórir mektarmenn í fulltrúa-
ráði Flokksins kölluðu þannig guð
til vitnis um það, að þeir segðu satt.
Síðan fékk ég málsskjölin lánuð,
meðan ég vann að málsvörn minni,
sem ég hafði hugsað mér að snúa
upp í sókn, svona öðrum þræði a. m.
kosti.
Nú fannst mér sannarlega færast
líf í tuskurnar. Ég lærði strax heil-
mikið á þessu málavafstri. Og mér
fannst satt að segja mál til komið að
kynnast slíku lögfræðilegu málaþrasi
fyrir dómstóli, orðinn fimmtugur.
Næst mætti ég í bæjarþinginu með
þrjú vitni, sem setið höfðu umrædd-
an bæjarmálafund og hlustað vel á
málflutninginn þar. Þessi vitni mín
fullyrtu öll, að ég hefði sagt stefn-
anda hafa verið sakaðan um að vera
o. s. frv.
Að þessum framburði sínum unnu
þessi vitni mín einnig eið. Hér stóðu
því eiðar gegn eiðum. Eínhvern
veginn fannst mér í lögfræðilegri fá-
vizku minni, að slíkir svardagar
hlytu að fara í bága við heilbrigða
skynsemi. Gátu slíkir svardagar átt
sér stað í „kristilegu“ réttarfari?
Mér fannst guðsnafni misboðið. En
BLIK 5
65