Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 147
Hjónin á Hrauni (nr. 4) við Landa-
götu, frú Solveig Jónasdóttir og Jón
bókavörður Einarsson, áttu hana.
Jón var faðir hins kunna Eyjamanns,
Þorsteins skiptstjóra Jónssonar í
Laufási, og frú Solveig var stjúp-
móðir hans. (Sjá Formannsævi í
Eyjum eftir Þ. J.).
Frú Solveig Olafsdóttir frá Þing-
hól (nr. 19 við Kirkjuveg) gaf
Byggðarsafninu skilvinduna. For-
eldrar hennar, hjónin í Þinghól, frú
Margrét Sigurðardóttir og Olafur
Auðunsson, útgerðarmaður, sonur
Solveigar Jónasdóttur, notuðu skil-
vinduna eftir daga hjónanna á
Hrauni.
699. Skyrskjóla. Þessi íslenzka
tréfata er mjög gömul. Fötur af þess-
ari gerð voru býsna tíðir „gestir" á
vestmanneyskum heimilum á 19. öld-
inni og e. t. v. fyrr á tímum, og a. m.
k. tvo fyrstu áratugi þessarar aldar.
Skyr, smjör og fleiri matvæli frá
bændabýlum í Rangárvallasýslu og
Vestur-Skaftafellssýslu voru send
vinum og frændfólki í Eyjum, þegar
beinar ferðir féllu yfir Alinn eða
austan úr Vík til Eyja. Þessar mat-
vælagjafir voru venjulega launaðar
með ýmis konar búðarvarningi, sem
sendur var aftur í ílátum þessum til
gefandans til endurgjalds, svo sem
sykur, kaffi, tóbak, og svo gráfíkj-
ur í kramarhúsi til þess að gæða
börnunum í gómi. Stundum var send-
mgin lundi. Þannig voru þessi vöru-
skipti býsna almenn fyrr á tímum og
höfðu þessar fötur merku hlutverki
að gegna í viðskiptum þessum.
Skyrfötu þessa smíðaði og átti
Árni Filippusson í Ásgarði (nr. 29
við Heimagötu). Hún er smíðuð fyr-
ir eða um aldamótin síðustu.
700. Skyrgrind. Hún barst Byggð-
arsafninu úr dánarbúi hjónanna á
Látrum (nr. 44) við Vestmanna-
braut, frú Sigurínar Katrínar Brynj-
ólfsdóttur og Friðriks útgerðarmanns
Jónssonar. Gefendur: Frú Klara
Friðriksdóttir og Jón I. Sigurðsson,
hafnsögumaður, hjón á Látrum.
701. Skyrgrind. Þessa skyrgrind
gaf frú Guðrún Brandsdóttir á Bessa-
stöðum í Eyjum Byggðarsafninu.
702. Skyrgrind.
703. Skyrgrind. Á grindum þess-
um var skyrið síað.
704. Smjörklöppur tvær ,báðar er-
lendar. Þær voru keyptar í einokun-
arverzluninni laust eftir aldamótin
síðustu og notaðar hjá bændum
tveim á Kirkjubæjum.
705. Strokkur, handsnúinn. Þessi
sérkennilegi strokkur er smíðaður í
Öræfum austur fyrir um það bil
einni öld eða rúmlega það. Þá höfðu
Öræfingar fundið upp þessa gerð af
strokkum og notfært sér nýja tækni.
Frú Solveig Pálsdóttir og Gunnar
bóndi Jónsson, hjón að Svínafelli í
Oræfum, sendu Byggðarsafninu
strokkinn að gjöf árið 1965.
706. Strokkur. Þennan litla strokk
eignuðust hjónin á Gjábakka, frú
Margrét Jónsdóttir og Ingimundur
hreppstjóri Jónsson, þegar þau gengu
í hjónaband, en það var árið 1858.
Þau notuðu síðan strokkinn í búskap
sínum meira en hálfa öld.
blik 10
145