Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 151
ara gömul brúðargjöf, gefinn Ólöfu
Lárusdóttur heimasætu á Búastöð-
um, þegar hún giftist Guðjóni
Björnssyni, bóndasyninum á Kirkju-
hæ, árið 1885. Frú Lára á Kirkju-
landi, dóttir þeirra hjóna, gaf Byggð-
arsafninu diskinn.
732. Drykkjarfantur, leirkrukka
án handarhalds. Þessi drykkjarílát
voru mjög algeng á árum fyrstu vél-
hátanna til þess að drekka úr kaffi,
eftir að litlu eldavélarnar („kabyss-
urnar“) voru teknar í notkun í vél-
bátunum.
733. „Efilskífupanna“ úr dánar-
húi héraðslæknishjónanna Halldórs
Gunnlaugssonar og frúar, Kirkju-
hvoli. Börn þeirra gáfu Byggðar-
safninu gripinn.
734. Eggjabikar. Þessi eggjabikar
var keyptur í Kaupmannahöfn árið
1902 ásamt þrem öðrum af sömu
gerð. Dr. Valtýr Guðmundsson var
þingmaður Vestmannaeyinga á ár-
unum 1894-1901. Þegar hann hætti
þingmennsku fyrir Eyjabúa, sendi
hann einum áhrifamesta fylgifiski
sínum í Eyjum fjóra eggjabikara að
gjöf fyrir hjálp og fylgispekt. Hér á
Byggðarsafnið einn þeirra.
735. Eirketill. Þennan kaffiketil
átti Sigurður Ólafsson, formaður og
útgerðarmaður í Bólstað (nr. 18) við
Heimagötu. Hann notaði ketilinn um
30 ára bil, þegar hann var formaður
a áraskipinu Fortúnu, sem hann
gerði út með öðrum, fyrst frá Eyja-
fjallasandi, síðan Landeyjasandi og
síðast héðan frá Eyjum og þá eftir
aldamótin, áður en vélbátaútvegur-
inn hófst. Ketillinn var fyrst notaður
í hákarla-„túrum“, en til hákarla-
veiða fór Sigurður formaður iðulega
á yngri formannsárum. Frú Auð-
björg Jónsdóttir, kona Sigurðar for-
manns, gaf Byggðarsafninu ketilinn.
Hann mun vera um 100 ára gamall.
Hann er íslenzk smíði.
736. Eirketill. Þessi kaffiketill á
merka sögu. Magnús Oddsson, bóndi
á Kirkjubæ, hafnsögumaður og skip-
stjóri hér í byggð, átti ketilinn og
notaði hann á þilskipi sínu, Helgu,
sem fórst með allri áhöfn árið 1867.
Þá varð ketillinn í landi einhverra
hluta vegna. Síðar eignaðist Fryden-
dalsheimilið ketil þennan og notaði
um árabil .Sigfús M. Johnsen erfði
ketilinn eftir móður sína, frú Sigríði
Árnadóttur í Frydendal, og gaf hann
Byggðarsafninu.
737. Eirketill. Upprunalega átti
Helgi trésmiður Jónsson í Garðfjósi
við Kornhól hér í Eyjum ketil þenn-
an. Það var um miðja síðust öld.
Helgi Jónsson drukknaði við Elliða-
ey 17. júní 1896.
Sonur Helga Jónssonar trésmiðs
var Jónas bóndi í Nýjabæ. Hann
erfði ketilinn eftir föður sinn og átti
hann og notaði um tugi ára. Kona
hans var Steinvör Jónsdóttir (systir
Ingibjargar húsfreyju í Suðurgarði).
Dóttir frú Salvarar og Jónasar bónda
Helgasonar var Jóhanna húsfr. í
Nýjabæ, kona Sigurðar Þorsteinsson-
ar. Frú Jóhanna gaf Byggðarsafninu
ketilinn, sem um árabil var notaður
á hákarlaskipi, sem gert var út í Eyj-
um á árunum 1870-1890. Þegar þetta
blik
149