Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 120
honum bera siðferðileg skylda til að
hjálpa hinum munaðarlausu börn-
um þeirra hjóna við fráfall beggja
foreldranna. Hann bauðst til að
kosta uppeldi þeirra að meira eða
minna leyti og að öllu leyti fram-
færslu Sigurðar Gísla Gunnars, sem
var 9 ára, þegar hann missti föður
sinn.
Drengnum var komið í fóstur hjá
verzlunarstjórahjónunum við Julius-
haabverzlunina, þeim C. L. Möller og
konu hans frú Ingibjörgu Möller.
Arið 1851 fermdi séra Jón J. Aust-
mann að Ofanleiti Sigurð Gísla G. J.
Bjarnasen. Hann þótti hinn efnileg-
asti unglingur, sem Bryde batt við
miklar vonir um dyggilega þjónustu
við verzlunarrekstur sinn í Vest-
mannaeyjum, þegar hann yxi að ár-
um og getu.
Ekki löngu eftir fermingu gerðist
S. Gísli G. J. Bjarnasen verzlunar-
þjónn við Juliushaabverzlunina, þar
sem C. L. Möller, fóstri hans var
„factor“ eða verzlunarstjóri. Þá
verzlun átti N. N. Bryde einnig, en
rak hana með lepp, því að hver ein-
okunarkaupmaður hafði ekki leyfi
til að eiga nema eina verzlun á sama
verzlunarstaðnum samkvæmt gild-
andi lögum, en tögl og hagldir vildi
hann hafa um verðlag allt og enga
samkeppni.
Þegar S. Gísli G. J. Bjarnasen
hafði starfað við verzlunina um
nokkurt skeið, var hann sendur til
Kaupmannahafnar til þess að nema
verzlunarfræði.
C. L. Möller verzlunarstjóri and-
aðist 7. júlí 1861. Þá var sonur N. N.
Bryde orðinn þrítugur að aldri og
orðinn meðstjórnandi verzlunarrekst-
urs föður síns í Eyjum. Hann hét
Johan Peter Thorkelin Bryde. Síðar
einvaldur einokunarkaupmaður í
Vestmannaeyjum um árabil, eða
fram um aldamótin.
Eftir fráfall C. L. Möllers, verzlun-
arstjóra Juliushaabverzlunar, réðu
feðgarnir S. Gísla G. J. Bjarnasen
verzlunarstj óra Juliushaabverzlunar.
Þá var bróðir hans, Pétur Benedikt
J. Bjarnasen, orðinn verzlunarstjóri
aðalverzlunarinnar, Garðsverzlunar.
Verzlunarstjóra urðu Bryde-arnir að
hafa þar einnig, þó að þeir hefðu
þar öll ráð í sínum höndum. því að
þeir dvöldust ekki í Eyjum að jafn-
aði nema ungann úr sumri hverju.
Annars bjuggu þeir í Kaupmanna-
höfn.
Pétur Benedikt Bjarnasen, bróðir
S. Gísla G. J. Bjarnason, lézt ungur
að árum. Gerðist þá S. Gísli G.
J. Bjarnasen verzlunarstjóri við
Garðsverzlun um sinn, þar til nýr
verzlunarstjóri tók við þeim störf-
um. Það var Vilhelm Thomsen,
danskur maður.
Og árin liðu. - Árið 1873 strauk
Vilhelm Thomsen, verzlunarstjóri,
til Ameríku frá störfum sínum í Eyj-
um sökum sjóðþurrðar við Garðs-
verzlunina. Hann vissi sig við sjóð-
þurrðina riðinn. Tók þá S. Gísli G. J.
Bjarnasen aftur við verzlunarstjóra-
störfum þar og var nú aftur verzlun-
arstjóri beggja verzlananna um átta
ára skeið. En árið 1881 varð mikil
118
BLIK