Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Side 152

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Side 152
1966 — 150 — vegna morðs, er hann varð fyrrverandi konu sinni að bana 7. janúar s.l. í íbúð hennar .... Þ. er fæddur 11. maí 1928 að . .. ., sonur hjónanna S. A-sonar og G. B-dóttur og einkabarn þeirra. Föðurætt Þ. er úr Skagafirði og víst yfirleitt hraust. Vitað er þó a. m. k. um einn einstakling náskyldan, sem var mjög sérstök persóna og að mörgu einkennileg. Móðurættin mun vera úr Húnavatnssýslu. í þeirri ætt, a. m. k. einni grein hennar, mun þekkjast undarlegt fólk í viðbrögðum og a. m. k. eitt tilfelli af geðveiki (Schizophreni) hjá náskyldum ættingja. Þ. ólst upp til 6 ára aldurs að .... í Skagafirði, þar sem faðir hans var með föður sínum og bræðrum að stórbúskap. Var þar stórt heimili og sægur af börnum, og lætur Þ. mikið af því, hve dvölin þar hafi verið ánægjuleg. Þegar hann var 6 ára gamall, fluttu foreldrar hans til . ..., þar sem faðir hans að nokkru rak verzlun og að nokkru stundaði bólstraraiðn. Gekk Þ. þar í barna- og unglingaskóla. Heimildir um þessi ár eru frá honum einum, og er á honum að skilja, að hann hafi verið eðlilegur drengur, sem hafi átt góð og eingöngu góð samskipti við félaga sína og annað umhverfi. Einbirni var hann, en telur ekki, að það hafi haft nein áhrif á uppeldi sitt, og jafnvel þótt hann hafi notið nokkurs eftirlætis, hafi hann ekki beðið neitt tjón af því. Þ. er stúdent frá Menntaskóla Akureyrar 1949. Settist hann fyrst í annan bekk að afloknu unglinganámi frá......Var hann þá við námið norður á Akureyri á vetrum, en frá 1946 að sumarlagi í Reykjavík Fram yfir gagnfræðapróf lætur hann af því, að námið hafi gengið mjög vel, hafi hann meira að segja orðið efstur á gagnfræðaprófi. Tókst honum það með tiltölulega lítilli fyrirhöfn, og hafði hann enda tamið sér það í náminu að sleppa eins „billega“ og hann komst af með. I fjórða bekk (stærðfræðideild) segist hann hafa slegið talsvert slöku við í trausti þess, að hann gæti jafnað það síðar, en í þetta skipti tókst það ekki, og segist hann hafa búið að þessu alla skólatíð sína í menntaskóla síðan og fékk svo aðra einkunn á stúdentsprófi. Eitthvað mun Þ. hafa unnið jafnframt náminu í Kaupfélagi Eyfirð- inga á Akureyri, og ber hann það stundum fram sem aðalástæðuna fyrir takmörkuðum námsárangri, og stundum er hann opnari og segir ósköp blátt áfram, að hann hafi slegið slöku við og goldið þess. Lætur Þ. mikið af því, hve hann hafi átt góð samskipti við skóla- félaga. Hafi hann verið vinmargur og samheldni t. d. milli bekkjar- félaga einstök. Hafi tengsl haldizt innan þess hóps, eins og aðstæður hafi frekar leyft, þegar frá leið. Þessir hlutir koma fram í nokkuð öðru ljósi, þegar skólafélagar frá þessum tíma segja frá. Þ. hafi verið „lítill feitur kubbur", þegar hann kom fyrst í skólann. Hafi verið því líkast sem hann hafi löngum haft
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.