Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Qupperneq 175
— 173
1966
lítils í fyrstu. Síðari hluta dags koma félagar hans til hans, og hann
fer út með þeim og hellir í sig talsverðu magni af áfengi. Kemur hann
heim aftur eftir u. þ. b. 2 tíma, þá talsvert drukkinn og í æstu skapi,
en háttar mjög fljótlega. Kona hans fer út, ef vera kynni, að hann
róaðist þá fyrr og sofnaði. Þegar hún kemur heim aftur 15—20 mín.
síðar, sér hún til hans inn um glugga og fær ekki betur séð en hann
sé að leitast við að eiga kynmök við 3ja ára dóttur þeirra. Hringir
hún í lögregluna frá nágrönnum, og lögregluþjónar koma að vörmu
spori. Þegar þeir loks ná sambandi við P. með köllum inn um glugga,
án þess að hann hafi anzað dyrabjöllu áður, kemur hann til dyra í
fötum, sem hann greinilega hafði smokrað sér í í skyndi og segist hafa
verið sofandi inni í rúmi.
Rannsókn á honum og barninu leiðir í ljós, að konunni muni ekki
hafa missýnzt, er hún leit inn um gluggann.
P. segist ekkert muna um þetta, nánar tiltekið frá því er hann fór
frá félögum sínum, þangað til hann að eigin sögn vaknaði í rúmi sínu
við köll lögregluþjóna.
Rannsókn þessi er þyggð á upplýsingum úr málsskjölum, á viðtölum
við kærða sjálfan og við sjö aðra aðila.
Niðurstöður mínar eru:
P. N-sen er hvorki geðveikur né fáviti og varla geðvilltur í þrengri
merkingu, heldur frekar treggefinn maður, sem neytir áfengis í óhófi
endrum og eins og getur þá verið viðskotaillur og hugsanlega eftir á
minnislítill á atburði.
Honum verður það á drukknum eftir vikuveikindi, með hitasótt og
ekki örugglega fullbatnað, að missjá sig á 3ja ára dóttur sinni, en stað-
hæfir, að hann muni ekkert, hvað gerzt hefur.
Vegna þess hugsanlega möguleika, að um tímabundin, sjúkleg við-
brögð við áfengisáhrifum sé að ræða sem afleiðing bráðrar hitasóttar,
dreg ég í efa, að P. N-sen verði talinn hafa verið ábyrgur gerða sinna
þann 13. janúar 1968 og þar með varla sakhæfur í máli því, sem hér
um ræðir."
Málið er lagt fyrir læJcnaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Fellst læknaráð á niðurstöðu Þórðar Möller?
2. Telur læknaráð sér fært að skera úr um sakhæfi ákærða og þá á
hvaða lund?
Málið var lagt fyrir réttarmáladeild ráðsins. Afgreiddi deildin það
með ályktunartillögu á fundi hinn 23. ágúst 1968, en samkvæmt ósk
eins læknaráðsmanns var málið borið undir læknaráð í heild. Tók
ráðið málið til meðferðar á fundi hinn 14. nóvember 1968, og var
eftir ýtarlegar umræður samþykkt að afgreiða það með svo hljóðandi