Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 17
15
sanna að aðrar lýsingar í sögunni styðjist ekki við munn-
mæli eða raunverulega atburði. Á hinn bóginn nær það
engri átt að þykjast geta ráðið af sögunni ekki einungis
hvað gerðist þrem öldum áður en hún var rituð, heldnr
einnig hvernig frásagnir af raunverulegum atburðum hefðu
geymzt og brenglazt um níu kynslóða bil.6 Hér komum
við þó að einu samkenni bókfestu- og sagnfestukenninga:
fulltrúum beggja þykir sjálfsagt að ritskýrandi miði við
persónur og atburði, hvort sem þeir verða sannaðir eða
ekki, fremur en hugmyndir, og er þó munur á, að við get-
um auðveldlega bent á verðmæti hugtaka á borð við „þján-
ingu“ og „samúð“, eins og þau birtast í sögunni, með sam-
anburði við önnur rit frá miðöldum, en þeir sem einskorða
sig við bókstaflega merkingu hljóta að verða að styðjast
við trú sína eina. Auk þess hafa margar lýsingar sögunnar
næsta lítið sagnfræðilegt gildi, svo sem smalamennska
Einars og þvottur griðku, og naumast verður sagt að sam-
tölin í sögunni séu yfirleitt sagnfræðileg í eðli sínu. Höf-
undur lætur sér ekki nægja að lýsa athöfnum manna,
heldur leggur harrn engu minni rækt við að skýra sundur-
leit viðhorf þeirra til þess sem gerist. Meðferðin á sáru
tánni hans Þorgeirs er i sjálfu sér næsta ómerkilegur við-
burður í sagnfræðilegum skilningi, en lýsingin á þessu er
tilefni til alvarlegra hugleiðinga, enda eru viðræður þeirra
bræðra í búðinni eitt af mörgum atriðum sögumiar, sem
sýna að hér hefur lærdómsmaður haldið á penna. Arf-
sagnamönnum kann að þykja sjálfsagt að minningin mn
kveisu Þorgeirs hafi varðveitzt í austfirzkum munnmælum
um þrjár aldir, og þeir sem aðhyllast kenningar Sigurðar
Nordals munu vafalaust leggja þann skilning í frásögn-
ina að hún sýni, að Þorkell hafi verið yngri en Þorgeir
og „brunnið í skinninu að koma þessum mannvitsdrangi
út úr jafnvægi“, en með samanburði við önnur rit fyrri
alda er auðvelt að átta sig á hvert höfundur er að fara.
6 Óskar Halldórsson hefur ritað nýjustu bókina um arfsagnagildi
sögunnar: Uppruni og þema Hrafnkels sögu (Reykjavik 1976).