Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 57
55
Andstæðan milli ofsa og eftirfarandi vansa kemur að
sjálfsögðu víðar fyrir, og nægir hér að nefna Orðskviði
Gamla Testamentisins (xi 2):
Ubi fuerit superbia, ibi erit et contumelia.
VI.
FORN DÆMI
Ef gert er ráð fyrir þvi að Hrafnhels saga sé hvorki upp-
skrift á gömlum munnmælum frá Austurlandi né hrein
skáldsaga um forlög og foman hetjuskap, verður auðveld-
ara að skýra hana af sjónarhóli íslenzkrar menningar á
þrettándu öld og um leið að gera grein fyrir fjölbreytilegri
list hennar. Eðlilegt er að álykta, að sagan sé sprottin úr
jarðvegi þeirrar menningar sem skapaðist hér við sam-
einingu innlendra og útlendra hugmynda eftir að þjóð
varð kristin og lærdómur náði nokkrum þroska. Nú er
ekki einungis hægt að rekja ýmis atriði Hrafnkels sögu til
útlendra rita og sýna þannig menntun höfundar, heldur
má einnig beita fyrri alda hugmyndum um eðli og tilgang
bókmennta í því skyni að átta sig á þessu merkilega lista-
verki. Hér á landi eins og raunar annars staðar voru sögur
ritaðar og notaðar í ýmiss konar tilgangi: að skemmta
áheyrendum og lesendum, að fræða þá um fólk og atburði
á liðnum tímum, að lýsa mönnum og athöfnum sem voru
annað tveggja til eftirdæmis eða viðvörunar. Frásagnarlist
er í rauninni hluti af skemmtun sagna, hvort sem um er
að ræða byggingu, orðsnilld, persónulýsingar, kímni, eft-
irvæntingu eða önnur atriði, sem heyra til vel sagðri sögu,
en þó gegnir að vísu sérstöku máli um persónulýsingar,
þar sem þær voru einnig notaðar í því skyni að kenna
lesendum hvernig þeir ættu að haga sér. Þegar íslenzk
rit frá miðöldum geta um fróðleik, skemmtun og nytsemd
sagna, birta þau hugmyndir sem voru alkunnar erlendis.