Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 118
116
inn í báðum sögum, þótt afleiðingar séu með ólíkum hætti.
Af fóstbræðravígum í fornum bókmenntum vorum er
tveim lýst á þá lund, að þar hlýtur að vera um rittengsl
að ræða. Eftir að Bolli hefur drepið Kjartan (Laxdœla);
segir sagan: „Bolli settisk þegar undir herðar honum, ok
andaðisk Kjartan í knjám Bolla; iðraðisk Bolli þegar verks-
ins.“ (49. kap.). Hliðstæð frásögn er í Vopnfirðinga sögu
af Bjama, eftir að hann hefur veitt Geiti banahögg: „Ok
jafnskjótt ok hann hafði hgggvit Geiti, þá iðraðisk hann
ok settist undir hgfuð Geiti, ok andaðisk hann í knjám
Bjama.“ (14. kap.). Hér virðist önnur sagan hafa haft
áhrif á hina, þótt ekki verði reynt að sinni að leysa úr
þeirri gátu, hvor sé þiggjandi og hvor veitandi. Skýring-
ar á samkennum austfirzkra og vestfirzkra sagna geta
vitaskuld verið ýmsar, svo sem sameiginlegar arfsagnir
og munnmæli, en yfirleitt em þær þess eðlis, að bókræn
áhrif fremur en munnlegar sagnir hljóta að liggja hér
til grundvallar. Því er freistandi að gera ráð fyrir rituð-
um frásögnum, sem bárust úr einum landsfjórðungi í ann-
an og örvuðu höfunda til að semja hliðstæðar lýsingar af
mönnum og atburðum í eigin átthögum.
Með Grettlu og einni af sunnlenzku sögunum, Orms
þætti Stórólfssonar, eru svo skýr samkenni, að gera verð-
ur ráð fyrir beinum áhrifum annarrar hvorrar á hina.
Guðni Jónsson (íslenzk fornrit VII xxix) telur, að höf-
undur Grettis sögu kunni að hafa þekkt „sagnir um afl-
raunir Orms og Þórálfs Skólmssonar“, og þessari hug-
mynd til stuðnings vitnar hann til sögunnar (187): „En
þat er flestra manna ætlan, at Grettir hafi sterkastr verit
á landinu, síðan þeir Ormr Stórólfsson ok Þórálfr Skólms-
son lQgðu af aflraunir.“ Með orðinu „sagnir“ virðist Guðni
Jónsson hafa átt við munnmæli, en hér er þó rétt að fara
varlega í sakimar. 1 fyrsta lagi virðist næsta málsgrein í
Grettlu eiga rætur sinar að rekja til Bjarnar sögu Hítdœla-
kappa, og er því ekki ósennilegt, að svipuðu máli gegni
um önnur atriði í 58. kafla Grettis sögu: