Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 22
20
Á þetta lpgðu menn mikla umræðu,
hversu ofsi hans hafði niðr fallit,
ok minnisk nú margr á fornan orðskvið,
at skgmm er óhófs œvi.
Enginn vafi getur leikið á því, hvaðan skáletruðu orðin
eru komin. Þau eru tekin úr spakmæli eftir rómverska höf-
undinn Martialis (43-104 e.Kr.) og eru raunar nákvæm
þýðing á fyrstu fjórum orðunum í því versi, sem ég hef
valið að einkunnarorðum fyrir ritgerðina í heild. Saman-
burður á íslenzku og latnesku gerðtmum sker úr um þetta,
og til glöggvimar þeim sem leggja engan trúnað á latínu-
kunnáttu söguhöfundar má hnika orðaröð ofurlitið við:
* Óhófs skQmm er
Immodicis brevis est
Hér höfum við prýðilegt dæmi um snilldarþýðingu, þar
sem saman fara fullkominn skilningur á hugsun þeirri,
sem fólgin er í latneska orðskviðnum og svo mikið vald
yfir íslenzkri tungu, að lesendum þykir ekkert sjálfsagð-
ara en að hér sé um foman norrænan málshátt að ræða.
Um það skal ekki fullyrt að sinni, hvaðan söguhöfundur
hefur þegið spakmælið, en e.t.v. hefur hann kynnzt því
í einhverju florilegium eða annarri lærdómshók miðalda.
Nú hagar svo til, að orðskviður Martialis kemur fyrir
í þrem íslenzkum eða norrænum ritum, auk Hrafnkels
sögu, og er þó nokkur munur á orðalagi. 1 fimmtánda er-
indi MálsháttakvæÖis, sem mun að öllum líkindum hafa
verið ort á tólftu öld, e.t.v. í Orkneyjum, hljóðar spakmæhð
svo: „Skammæ þykkja ófin q11.“ 1 kvæðinu era nokkur
spakmæli önnur, sem komin eru úr latínu, enda hefur
skáldið auðsæilega verið lærdómsmaður. Hrafns saga Svein-
bjarnarsonar, sem hefur vafalaust verið rituð af klerk-
lærðum manni, kveður svo að orði um Markús bróður
Hrafns: „En fyrir því, at skammæ eru óf q11 þessa heims,
þá varð Markús eigi langlífr.“ Þriðja dæmið er að finna