Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 40
38
3. Þar munda ek hafa gefit þér upp eina spk,
ef ek hefða eigi svá mikit um mælt,
enda hefir þú vel við gengit.
En vér hpfum þann átrúnað
at ekki verði at þeim monnum er heitstrengingar fella á sik.
Hugmyndin „að gefa manni upp eina sök“ kemur einn-
ig fyrir í Konráðs sögu (2. kap.), þar sem lagður er í setn-
inguna ákveðinn kristinn skilningur. Eftir að Roðbert
hefur bamað konungsdóttur og verið hótað dauða, biður
Konráð honum vægðar af konungi: „Það muntu heyrt
hafa segja fróða menn frá guðlegum málum, að hann vilji
eigi dauða syndugs manns, heldur lifi hann og bæti fyrir
sína misverka. Sýn þú nú þína mildi og líkna manni þess-
um, er í þetta óhapp hefir ratað, og hygg að þvi sem mælt
er að upp skal jarli gefa eina sök. Og ef oftar hendir hann
slíkt, þá mun hann eigi að mér fá undanmæli.“ En í róm-
verskum ritum fomrnn er varað við að þyrma manni fyrir
fyrsta brot, þar sem önnur geti fylgt á eftir. Publilius
(1934), 587, orðar þetta svo: Qui culpae ignoscit uni suadet
pluribus. „Sá sem gefur upp eina sök ýtir undir margar.“
f Hugsvinnsmálum (102) er vísuhelmingur sem hvetur
menn til að ganga við afbrotum, og má minna á þau í
sambandi við orð Hrafnkels að Einar hafi vel við gengið:
Unnins vítis
dyli enginn maðr,
ef veit á sik sakir.
Nú er eftirtektarvert að orðið „viti“ virðist ekki vera not-
að hér í venjulegri merkingu (refsing), heldur mun það
bergmála latneska orðið vitium (glæpur, vamm). Þetta
mun vera þýðing á Disticha III 17.
Hvergi annars staðar í íslenzkum fomritmn, að því er
ég bezt veit, kemur fram sú hugmynd, sem Hrafnkell
minnist á, að menn hljóti illt af þvi að fella á sig heit-
strengingar. Hér má þó minna á Hugsvinnsmál (11):