Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 115
113
Ebbo fór til munklífis og „þjónaði þar guði ok inni sælu
Maríu alla ævi síðan.“ Ebba þætti þjófs lýkur því á svip-
aðan hátt og Spesar þætti, en fyrir Gretti áttu önnur for-
lög að liggja. Þótt frásögnin í Grettlu sé algerlega verald-
legs eðlis, þá eru þess önnur dæmi í fornsögunum, að guð-
rækilegar frásagnir hafa verið notaðar og breytt á þá lund,
að hvergi örlar fyrir kristnum áhrifum.
Þótt Spes í Miklagarði og Þorbjörg í Vatnsfirði láti
mikla hjálp af hendi rakna, þá er þriðji bjargvætturinn
í Grettlu engu óminnisstæðari. Hallmundur, sem á heima
suðtu- undir Balljökli, hefur ýmislegt sameiginlegt með
Gretti sjálfum, svo sem það, að báðir dveljast fjarri manna-
byggðum, eru rammir að afli og vinna mikil afrek í við-
ureignum við óvættir. Grettir fæst við tröll og drauga og
hlýtur að nestlokum lof fyrir að vera „meir lagðr til at
koma af aptrgongum ok reimleikum en aðrir menn,“ og
í dánaróði sínum gefur Hallmundur eins konar skrá yfir
þá landhreinsun, sem hann hefur af sér leiða látið (204):
Hefk þursa
ok þeira kyn
hart leikit
ok hamarsbúa,
en meinvœtti
marga barða
ok blendingum
at bana orðit.
Svá álfa kind
ok óvættum
nær hefk gllum
óþarfr verit.
Mér er ekki kunnugt um, að slík upptalning á sundur-
leitum tegundum meinvætta komi fyrir í nokkru öðru ís-
lenzku riti að fornu. 1 henni er fólginn töluverður lærdóm-
ur, þótt örðugt sé að gera sér grein fyrir, að hverju leyti
ein óvættur er frábrugðin annarri. Nú hagar svo til, að
í útlendum verkum, sem eldri eru en Grettla, eru taldar
upp nokkrar tegundir meinvætta, og má þar sérstaklega
8