Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 84
82
Hugsanlegt er, að spakmælið í Grettlu og vísu Sturlu
sé eins konar tilbrigði við ritningarstaði, þar sem fjallað
er um afleiðingar ójafnaðar, enda þótt myndrænu orðfari
sé beitt í þeim. Hér skal eitt dæmi nefnt: „Sá sem rang-
læti sáir, uppsker óhamingju.“ („Qui seminat iniquitatem
metet mala.“) Orðskviðirnir XXII 8.
Vil ek eigi, at menn hafi þat til eptirdœma, at vér sjálfir hpfum
gengit á grið þau, sem vér hpfum sett ok seld. (235)
Þótt hér sé ekki um spakmæli að ræða, þykir mér rétt
að láta þetta ummæli Hjalta fljóta með, enda virðast þau
vera bergmál frá Hugsvinnsmálum (14. v.): „Bregð þú
eigi af lqgum þeim, sem sjálfr settir þú.“ Latneski text-
inn, Disticha Catonis Sent. 49, hljóðar svo: „Patere legem
quam ipse tuleris.“ Sjá einnig Walther, 20028a.
Sinnar stundar bíSr hvat. (237)
Sami orðskviður er kunnur af Njálu (50. kap.), þótt
orðaröð sé önnur: „Hvat hí8r sinnar stundar.“ Hér virðist
vera um að ræða setningu úr ritningunni. I texta Vúlgötu
hljóðar upphafið á þriðja kafla Prédikarans (Liher Ecclesi-
astes) á þessa lund: „Omnia tempus habent, et suis spatiis
transeunt universa sub cælo,“ sem í nýlegri biblíuþýðingu
er þannig: „öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur und-
ir himninum hefir sinn tíma.“
Ok þat varS tamast, sem i œskunni hafSi numit. (246)
Orðskviður þessi er notaður í sambandi við þá gneista
heiðninnar, sem enn lifðu um daga Grettis, enda líður
brátt að því, að Þorbjörn öngull leitar til fjölkunnugrar
fóstru sinnar. Svipað spakmæli er í Ólafs sögu helga
(Heimskringla II 159), þar sem greint er frá trúarháttum
í Noregi, þegar hann komst til valda: „Þá var þar í landi
svá komit um kristnihald, at víðast um sæbyggðina váru
menn kristnir, en uppi um land váru mgnnum ókunnig
kristin lqg, ok var þar víða heiðit; því at þegar Ólafs kon-