Studia Islandica - 01.06.1981, Side 75
73
irminnilegum setningum og talsháttmn, sem þeir hafa
numið af bókum, og getur slíkt orðið góð ábending um
kynni þeirra af öðrum höfundum.
Hér á eftir fara nokkur dæmi úr Grettlu um eftirminni-
legar setningar, sem bomar em saman við latneskar fyr-
irmyndir og hliðstæður í öðmm íslenzkum ritum frá fjórt-
ándu öld og fyrr.
Meir es mQrgum, snerru,
málskálp lagit, Gjalpar
brjótr esat þegn í þrautir
þrekvanðr, en hyggjandi. (12-13)
Skáletraða orðtakið, sem fellt er inn í þennan vísu-
helming: „Morgum es meir lagit málskálp en hyggjandi,“
á rætur sínar að rekja til Hugsvinnsmála (26. vísa):
Málskálp mikit
er mprgum gefit;
fár er at hyggju horskr.
En þar er um að ræða þýðingu á setningu í Disticha
Catonis (I 10): „Sermo datur cunctis, animi sapientia
paucis.“ Versið í heild með þýðingu er tekið upp í Fyrstu
málfrœSiriigerSina, og þessari setningu er snarað svo:
„Málróf er morgum gefit, en spekin fám.“ Bergmál frá
þessari gerð er að finna í Bjarnar sögu Hítdœlakappa (19.
kap. ):„... þit eruð menn gmnnsæir ok meir gefit mál-
róf en vitsmunir.“
Nú er athygli vert, að ýmis dæmi í safni Walthers
(28075a) hafa „multis“ í staðinn fyrir „cunctis" og koma
því nær íslenzku gerðunum en texti Disticha Catonis. (Sjá
enn fremur grein mína: „Sermo datur cunctis. A leamed
element in Grettis saga“. Arkiv för nordisk filologi 94
(1979), 91-94.)
Vinr er sá annars, er ills varnar. (38)
Það hefur löngum þótt merki um sanna vináttu að vara
menn við illu, og má í því sambandi minna á 13. erindi
í Bersöglisvísum Sighvats Þórðarsonar: „Vinr es sá er