Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 46
44
geirs má minna á þrjá orðskviði í Málsháttakvœ&i (24., 10.
og 16. v.): „Engi knettr um annars mein.“ „Sitt mein
þykkir sárast hveim“ og „Heldr komr opt við (sáran) fót.“
Má ekki ósennilegt þykja að slíkir orðskviðir hafi verið í
huga höfundar, þegar hann skrifaði ræðuna. Þegar Þor-
kell kveður hugarangur Þorbjamar engu ósárara en fót
Þorgeirs, beitir hann samanburði sem er hýsna skyldur
einu spakmæli Publiliusar (1934), 166: Dolor animi nimio
gravior est quam corporis. „Hugarangur er miklu þyngra
en líkamlegur sársauki.“ Eins og ég hef rakið í SiðfrœSi
Hrafnkels sögu gegnir orðtakið að „kenna á sér“, sem er
nákvæm þýðing á latn. experiri in se, lykilhlutverki í
ræðu Þorkels og síðar í sögunni. Hér má einnig minna á
annan orðskvið Publiliusar (1835), 970: TJlcera animi
sananda magis quam corporis. „Sár hugans þurfa meiri
græðslu við en likamans.“ Hins vegar er Satan á annarri
skoðim, eins og ljóst er af orðum hans þegar Job hefur
staðizt af mikilli prýði þá eldraun að þola bamamissi:
„Þykki mér svá fremi vita ok reyna ok með fullu, hve
þolinmóðr Job verði við, ef þú lætr hann kenna kvala
nakkvat ok sárleika á sínum ilíkama.“ En áður hafði Satan
haldið þvi fram, að flestum sé ósárara „hæði frænda dauði
eða svá fjárskaði heldr en hitt ef sjálfr hefir allmikla kvgl
á sér.“ (Hómiliubókin, 97). Samanburð á andlegum og
líkamlegmn þjáningum er einnig að finna í einu þýddu
riti: „Svá er þat sagt ok fram sett í gQmlum fomyrðum að
þeir hryggjask eigi af jofnum sQkum, sá er grætr um erf-
iði ok hinn er þyngðr er af líkamligum sárleika.“ (íslendzk
œventýri (1882), I 180). En frumritið hljóðar á þessa
lund: „Dictum est in antiquis proverbiis quod non eadem
compunctione dolet qui pro muneribus lacrimatur et qui
sui corporis dolore gravatur.“ (Sama rit, II 377).
Lýsingin á hegðun Þorbjamar í búðinni rifjar upp fyr-
ir lesanda Publilius (1934), 168: Difficile est dolori con-
venire cum patientia. „Erfitt er að koma saman þjáningu
og þolinmæði.“ Þorkell afsakar athæfi Þorbjamar fyrst
með þvi hve mikið honum sé í skapi, og í næstu ræðu seg-