Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 56
54
Þetta eru lokaorðin í síðustu ræðu Hrafnkels í lengri
gerðinni, og má þó vel vera, að srunir leshættir hinnar
styttri séu upphaflegir. Hvemig sem því kann að vera
háttað, ber þeim saman um skáletruðu setninguna, en orð-
tak þetta mun hvergi koma fyrir á íslenzku nema hér og
í AlexancLers sögu. Merking þess er auðskilin, og lítill vafi
getur leikið á um latnesku fyrirmyndina, sem hlýtur að
vera Publilius (1934), 109: Cito ignominia fit superbi
gloria. „Hróður ofmetnaðar verður brátt til vansa.“ Þeg-
ar ég reyndi áður fyrr að gera grein fyrir upptökmn orð-
taksins „að ofsa sér til vansa“ og bar það saman við setn-
ingu í norsku lagamáli: „hinum bótum er þeir ofsa eðr
vansa er í dómum sitja“ (Hrafnkels saga og Freysgyöling-
ar, 88), hafði ég ekki áttað mig á ýmsum lærdómsein-
kennum sögunnar og reyndi um of að skýra hana af sjón-
arhóli íslenzkra og norskra bókmennta.
1 Alexanders sögu kemur orðtakið fyrir í lýsingunni á
þeim Nichanor og Simachus í herförinni til Indlands: „Þá
mætti þeir vel hafa snúizk aptr með mikinn sigr ok haldit
heilu. En þat varð þeim sem gjamt verðr œskunni, at opt
verÖr ofsat til vansa.“ (Útg. Finns Jónssonar, bls. 132).
Málsgrein þessi samsvarar Alexandreis, Nonus Liber, 116
—17. (Galteri de Castellione Alexandreis. Editit Marvin L.
Colker (Padova 1978), bls. 230):
Jam poterant juvenes merita cum laude reverti,
Sed nullo contenta modo est temeraria virtus.
„Þá gátu hinir ungu menn snúið aftur við maklegt lof,
en áköf ofdirfska með engu hófi er dyggð.“ í Alexanders
sögu, eins og raunar víðar í íslenzkum þýðingum fornum
(sbr. orðtakið „er þá alls gætt, er þin er“ í Stjórn), bregð-
ur fyrir setningum úr öðrrnn ritum en verið er að snara
í bili, og klausan „opt verðr ofsat til vansa“ er einmitt
prýðilegt dæmi um slíkt. Hér er það lærdómur þýðanda,
sem ræður orðavali og setninga.