Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 113
111
VI.
BJARGVÆTTIR
Tvivegis í Grettlu bjargar kona hetju frá bráðum dauða:
Þorbjörg digra Gretti úr gálga i Vatnsfirði og síðar Spes
Þorsteini drómundi úr dyflizu suður í Miklagarði. Hér er
um að ræða atriði, sem eiga sér ýmsar hliðstæður í öðrum
bókmenntum, enda eru litlar ástæður til að gera ráð fyrir
því, að atvik þessi styðjist við raunverulega atburði. Um
athafnir Spesar hefur ýmislegt fróðlegt verið ritað, og
leikm- lítill vafi á, að lýsingin á tvíræðum eiði hennar er
sótt í Tristrams sögu, en á hinn bóginn mun frásögnin af
björgun Þorsteins úr myrkvastofu eiga sér aðrar fyrir-
myndir, og má benda á dæmi til samanburðar.
I Maríu sögu (203-7) er þáttur af klerki einum, sem
á það sameiginlegt með Þorsteini drómundi að vera söng-
maður og raddmaður mikill, og á það fyrir báðum að liggja
að lenda í dyflizu; þar beita þeir röddinni, og þá kemur
kona og frelsar bandingjann. I Maríu sögu er það vita-
skuld hin heilaga mær, sem bjargar klerknum, enda er
hún andleg ástkona hans, en i Grettlu verður Spes bráð-
lega ástmær Þorsteins og síðan eiginkona, þótt þau skilji
samvistir að lokum og gangi i helgan stein, en þá mun
María væntanlega hafa orðið andleg ástmær Þorsteins.
Önnur frásögn í Maríu sögu (Frá pentúr einum, 555-
66) gerist í Miklagarði eins og Spesar þáttur. Þar er lýst
málara einum, sem er ranglega fundinn sekur um þjófnað
og settur „í fúla myrkvastofu“, sem óneitanlega minnir á
Þorstein, sem látinn var „í myrkvastofu í dyflizu eina . . .
Þar var bæði fúlt og kalt.“ (273-4) María heimsækir mál-
arann í dyflizuna og gefur honrnn magnað klæði, sem
hlífir honum við höggum óvina hans. Síðar leysir hún
málarann úr prísund og setur fjandann í f jötrana í myrkva-
stofunni, svo að garðsbóndi, sem taldi málarann vera þjóf,