Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 30
28
sína skemmtan, hvat er hon vildi, ok svá þó at hon beidd-
isk at eiga hálft ríki hans“ (Postula sögur, 914), þá órar
hann ekki fyrir þeim ósköpum, að mærin muni hiðja um
höfuð Jóhannesar skírara. Hvort átti Herodes heldur „að
fella á sig heitstrengingu“ eftir að stúlkan hefur heðið um
höfuð Jóhannesar ella þá að láta þenna saklausa mann
glata lífinu? Þegar Grímur Hólmsteinsson á síðara hluta
þrettándu aldar fjallar um þetta vandamál, vitnar hann til
Jerónímusar um klípuna: „En eigi afsaka ek hann svá, at
hann hafi óviljandi framit manndráp til þess at halda sœrit,
þar sem hann sór eigi fyrir atburð, heldr til þess at hann
byggi nýja vél ókomnu svikræði. Ok hann mundi þenna
eið fyrir ekki haldit hafa, ef hon hefði beiðzk hofuð eins-
hvers hans elskaðra vandamanna. En þat er auðsýnt, at
hann átti þat at vinna á spámanninum, sem hann vildi
eigi vinna á sínum náungum. Hér rennr inn sú spurning,
hvárt máÖr skal eöa eigi halda, ef hann sverr at gera eitt-
hvert bannat verk, annathvárt viljanliga éÖa kúgáÖr til eöa
hvatvísliga. En Leó páfi leysir ór, at eigi skal eiðr illsku-
band vera: þat er at skilja, at jafnan þá er vér sverjum
þat at gera, sem qndinni snýsk til háska, skulum vér rjúfa
eiÖinn . . . Því at svá segir Liber Regum hinn fyrsti, at
Davíð konungr sór í bræði at láta drepa Nabal í Karmelo,
þann mann sem áðr hafði við hann sakir gert, en fyrir
sakir Abigail, húsfreyju þessa manns, rauf hann þetta
sœri ok gaf Nabal grið . . . “ (Jóns saga baptista, Postula
sögur, 915).14
Þessi tvö dæmi sýna glögglega, að um daga höfundar
Hrafnkels sögu var það engan veginn nýtt vandamál,
hvort menn ættu að halda eiða sína, þegar rnn það var
að ræða að svipta menn lífi fyrir litlar eða engar sakir,
ella þá „að fella á sig heitstrengingu11 eins og Hrafnkell
skirrðist við að gera.
14 Um vandkvæði Heródesar er fjallað nokkuð í Konungsskuggsjá,
útg. Magnúsar Más Lárussonar, 233-4. Sjá einnig grein mína
„Heitstrenging goðans á Aðalbóli", Skírnir cxliv (1970), 31-33.