Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 81
79
Þessi varnaðarorð Vermundar minna lesanda á ófarir
Grettis rétt á undan, þegar kotkarlar tóku hann höndum
og ætluðu að festa hann upp. Með þetta í huga þykir mér
ekki ósennilegt, að hér sé um að ræða bergmál frá Publi-
liusi Syrusi (1934, 294): „Inimicum quamvis humilem
docti est metuere.“ Sbr. einnig Walther, 12414.
Hér má einnig jninna á SólarljóS (19):
Övinum þínum
trúðu aldregi,
þótt fagrt mæli fyrir.
Ein setning hjá Óvíð (Fasti, ii 225) hljóðar svo: „Male
creditis hosti.“
Sá er eldrinn heitastr
er á sjálfum liggr. (192)
Orðskviður þessi er einnig kunnur af frásögn hómilíu-
bókar af viðræðum Drottins og Satans, eftir að Job hefur
staðizt fyrstu raunimar, bæði barnamissi og fjárskaða, af
stakri prýði. I því skyni að sýna hlutverk orðskviðarins í
Jobsbók þykir mér rétt að tilfæra ræðu Satans í heild, þó
að hér hviki hómilían frá Vúlgötu: „Eigi þykki mér mjpk
til reynt, hvé þolinmóðliga hann myni bera, meðan hann
er heill sjálfr. Sá þykkir eldrinn heitastr, er á sjálfum
liggr. Er flestum ok ósárara þó nokkvi enn bæði frænda-
dauði eða svá fjárskaði heldr en hitt ef sjálfr hefir allmikla
kvol á sér. Þykki mér svá fremi vita ok reyna með fullu,
hve þolinmóðr Job verði við, ef þú lætr hann kenna kvala
nakkvat ok sárleika á líkama sínum.“ (Homiliu-Bók,
útg. T. Wisén, 97). Skáletraða setningin á sér enga orð-
rétta fyrirmynd í Jobsbók sjálfri, heldur er henni hætt við
til skýringar og áherzlu. Eins og vikið verður að annars
staðar í þessu kveri, þykir mér sennilegt, að Jobsbók hafi
gefið höfundi Grettlu ákveðnar hugmyndir um mann-
raunir og þjáningar, og er því engan veginn óhugsanlegt,
að hann hafi kynnzt orðskviðnum í þessari hómilíu ella