Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 100
98
en ella mun þér slysgjarnt verða.“ Grettir kvað ekki batn-
at hafa um lyndisbragðit ok sagðisk nú miklu verr stilltr
en áðr, ok allar mótgorðir verri þykkja.“ (122) I eitt
skipti neyðist Grettir þó til að stilla sig. Það er í Vatns-
firði, þegar Þorbjörg húsfreyja hefur leyst hann með þvi
skilyrði, að hann hefni sín ekki á bændunum, sem höfðu
tekið hann höndum og ætlað að ráða hann af lífi. „ . . .
ok þá kvazk hann mest bundizk hafa at sínu skaplyndi,
at hann sló þá eigi, er þeir hœldusk við hann.“ (169-70)
Tvívegis í Drangeyjarvist missir Grettir stjórn á skapi
sínu, og verður hvortveggja hrösun honum til ógæfu.
Fyrst, þegar hann reiðist orðum kerlingar og hendir í
hana steini (248), og næst þegar hann reiðist við Glaum:
„Gretti varð skapfátt við þrælinn ok tvíhendi oxina til
rótarinnar, ok eigi geymði hann, hvat tré þat var.“ (251)
En af þessu hlaut hann sár það, sem næstum dró hann
til dauða, svo að óvinum hans veittist létt að fyrirkoma
honum.
I þriðja lagi skortir Gretti styrkt við freistni, eins og
rakið er í kaflanum „Lengi skal manninn reyna“. Og í
fjórða lagi er hann sekiu- um ójafnað og óréttlæti, enda
víkur Barði að þessu meini, þegar hann ber Gretti saman
við Auðun (97): „ . . . er ok ekki jafnkomit á með ykkr, þú
ert ójafnaðarmaðr ok ofrkappsfullr, en hann er gæfr ok
góðfengr.“ Dómur Gísla um Gretti (191): „ . . . ofarliga
mun liggja ójafnaðr í þér“ fær fulla sönmm, þegar lýst er
meðferð hans á smábændum í Isafirði (52. kap.) og sak-
lausum ferðamönnum á Kili. (54. kap.) En auk þess sem
Gretti er áfátt um höfuðdyggðimar fjórar, er honum mein
að leti sinni og óhlýðni.
En höfundur Grettlu lætur sér ekki nægja að rekja
ógæfu hetjunnar til skorts á hófstillingu og þolinmæði,
heldur beitir hann einnig öðrum aðferðum. Viðureignin
við Glám markar hæsta ris sögunnar, og með henni verð-
ur breyting á ofmetnaðarferli Grettis, þar sem hann berst
við ofurefli sitt, gengur of langt í leitinni að takmörk-
unum sínum. Draugurinn leggur á hann svo mikil ósköp,