Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 87
85
tium est signum sapientiae et loquacitas sigmun stultitiae.“
(Sama rit, II 370). Sbr. enn fremur Publilius Syrus (693):
„Taciturnitas stulto homini pro sapientia est.“ „Stultus,
si tacitus sit, creditur esse peritus.“ (Walther, 30495).
Að lokum skal tilfæra erindi úr Hávamálum (27):
Ósnotr maðr,
es með aldir komr
þat es bazt at hann þegi;
engi þat veit,
at hann ekki kann,
nema hann mæli til mart.
Ok mun þér til alls betr takask,
at þú hafir eigi metnað við fátœkan mann. (282)
Hér er næsta kristilega að orði komizt, og má vel vera,
að nákvæm fyrirmynd finnist, ef vel er leitað, en hitt
verður þó látið nægja að minna á Or'SskviSi Gamla testa-
mentisins (xiv 21), að sá sem fyrirlítur nágranna sinn
misgeri, en sá sem miskunni fátækum verði hamingju-
maður:
Qui despicit proximum suum peccat;
qui autem miseratur pauperis beatus erit.
III.
LENGI SKAL MANNINN REYNA
Hauksbók hefur að geyma tvö tólftu aldar verk, sem
snarað var úr latínu á norrænu. Annað, ViSrœSa líkams
ok sálar, er þýðing á De arrhá animæ eftir Húgó í Sánkti
Victor í París,4 en hitt heitir ViSrœSa œSru ok hugrekkis
4 Það ber vitni um þá virðingu, sem Húgó hefur notið hérlendis, að
hann er einn af örfáum útlendum andans mönnum á tólftu öld,
sem getið er í íslenzkum armálum. Við árið 1140 segir í Konungs-
annál: „Andaðisk Hugi munkr heilags Victoris í París.“