Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 109
107
Þorbjijrn mælti: „Jafnfeigr þykkjumk ek sem áðr, þótt þú skjal-
ir slíkt.“ Grettir mælti: „Ekki hafa spár mínar átt langan aldr
hér til, ok enn mun svá fara. Vara þik, ef þú vill; eigi mun
síðar sýnna.“ Síðan hjó Grettir til Þorbjamar, en hann brá við
hendinni ok ætlaði svá at bera af sér hpggit; en hpggit kom á
hpndina fyrir ofan úlfliðinn, ok síðan hljóp saxit á hálsinn, svá
at af fauk hpfuðit.
TVívegis fyrr í sögunni vegur Grettir mann, sem gerzt
hefur sekur um áleitni við hann. Fyrst er það Skeggi (46-
7), sem brigzlar honum um ófarir á Miðfjarðarvatni: „Of
fjarri er nú Auðunn at kyrkja þik, sem við knattleikinn,14
og brátt kemur að því, að Grettir veitir honum banahögg.
1 lýsingu sinni á viðureign þeirra segir Grettir, að hamar-
tröll (þ. e. öxi) hljóp til Skeggja, og má glöggt kenna berg-
mál af þessu í frásögninni af dauða Ferðalangs: „ok síð-
an hljóp saxit á hálsinn.“ Miklu ískyggilegri er þó Bjöm
i Noregi, sem lendir í andstöðu við Gretti í sama mund og
nafni hans, grimmur híQbjörn. Um áleitni Bjarnar er skýrt
að orði kveðið: „Eagi var hann vinsæll maðr af alþýðu,
því at hann afflutti mjgk fyrir þeim mgnnum, er vára
með Þorkatli; kom hann svá mQrgum á brott. Fátt kom á
með þeim Gretti; þótti Birni hann lítils verðr hjá sér, en
Grettir var ótillátssamr, ok kom til þverúðar með þeim.
BjQrn var hávaðamaðr mikill ok gerði um sik mikit . . . “
(73-4) Grettir sætir í rauninni áleitni bæði af Bimi og
birni og vegur þá báða af þeim sökum. Hér eins og viðar
í Islendingasögum vinna menn (og jafnvel dýr) sér til
óhelgi með áleitninni.
Skáletraða setningin í vísu Grettis hér að framan „Jafn-
an verðr boga slongvi of lQng tunga til orða“ virðist vera
eins konar tilbrigði við alkunnan talshátt um illmálga
menn, sem tala sér til óhelgi og eru vegnir af þeim sök-
mn: „e-m vefst tunga um höfuð,“ sem er yfirleitt ekki
einungis hluti af mannlýsingu heldur einnig ábending um
ævilok rógsbera og aðra afflytjendur. Skulu nú rakin
nokkur dæmi um orðtakið.