Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 38
36
V.
ORÐSKVIÐIR OG SPAKMÆLI
Um dæmi þau, sem hér verða tínd úr Hrafnkels sögu og
tekin til samanburðar við latnesk rit, er það skemmst að
segja, að sumir orðskviðimir kunna að vera af norrænum
rótum runnir, þótt svipaðir séu latneskum setningum. Um
sílikt verður ekki staðhæft, enda hafa íslenzkir málshættir
aldrei verið kannaðir skipulega af sjónarhóli hugmynda-
fræði og menningarsögu. Á hitt ber þó að líta, að fáar
heimildir eru fyrir norrænum uppruna, og latneskur orðs-
kviður, sem hlotið hefur vandaðan íslenzkan húning, ber
það lítt með sér, hvaðan hann er kominn. Ég minnist ekki
að hafa séð þess getið í skýringarritum við Hrafnkels sögu
né annars staðar, að spakmælið „Skgmm er óhófs ævi“ sé
útlent að uppruna, en þegar bent hefur verið á latnesku
fyrirmyndina, munu fáir efast um málið.
Ég fylgi yfirleitt lengri gerð Hrafnkels sögu með sam-
ræmdri stafsetningu og leiðréttingum, þar sem um aug-
ljósar villur er að ræða. Dæmin eru skráð í sömu röð og
þau koma fyrir í sögunni og tölusett til glöggvunar. Bent
er á hliðstæðar setningar í öðrum íslenzkum fomritmn,
eftir því sem þau eru mér kunn. Ártal í svigum á eftir
Publilius (1835; 1934) merkir útgáfuár, og þvi næst er
tölusetning orðskviðar.
1. Gerðu nú sem ek mæli,
því at þat er fom orðskviðr,
at veldrat sá er varir.
1 styttri gerð sögunnar er unglegra orðalag: „Eigi veldr
sá er varar (varir) annan“, en Nfálu (41. kap.) og Fljóts-
dcelu (23. kap.) svipar til hinnar lengri: „Veldrat sá er