Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 44
42
Publilius hefur ekkert, sem gæti verið fyrirmynd að
orðskviðnum í Hrafnkels sögu, en þó má benda á (1934),
193, til samanburðar: „Est utique profunda ignorantia
nescire quod pecces. „Það er vissulega hin mesta heimska
að vita ekki hvað þú misgerir.“
Sú gerð spakmælisins, sem mér er kunn og einna svip-
uðust orðalagi Hrafnkels sögu, er í The Monkes Tale eftir
Chaucer (1. 2139): „Ful wys is he that kan hymselven
knowe.“
6. „Hverju góðu ertu þá nær en áðr,
þótt ek taka við máli þe9su
ok sém viS þá báSir hraktir?“
„Þó væri mér þetta mikil hugarbót
at þú tœkir við málinu.
Verðr at þvi kaupi sem má.“
Svar Þorbjamar leynir á sér, og ekki er unnt að skilja
það til hlítar nema allar aðstæður séu teknar til greina.
Sámur gerir sér litla von um sigur og getin- ekki séð, að
Þorbirni verði neitt gagn af hrakningum þeirra beggja,
en í eymd sinni og volæði þykir Þorbirni bót að sjá Sám
hrakinn líka. Til glöggvunar má tilfæra Publilius (1835),
1012: Calamitatum habere socios miseris est solatio. „Vesl-
um er það hugarbót að hafa félaga í hörmungum með
sér.“ Eða eins og Chaucer orðar það í Troilus and Criseyde
(I 708-9):
Men seyn, ‘to wrecche is consolacioun
To have another felawe in hys peyne.’
f línu sem eignuð er Cato (Collectio monostichorum, 63)
kveður við sama tón: Quisque miser casu alterius solatia
sumit. „Hver vesalingur tekur huggun af falli annars.“
Sama hugsun er í orðtækinu „Sætt er sameiginlegt skip-
brot“, sem raunar er hjá Publiliusi (1835), 148: Commune
naufragium omnibus consolatio est.
Nú er það eftirtektarvert um þá frændur Sám og Þor-
björn, að þeir þola sameiginlega eymd á Alþingi, þegar