Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 79
77
hitnar, þá er inn næsti brennr.“ Publilius Syrus hefur
viðvörun hér að lútandi: „Stultum est vicinum velle ulcisci
incendio11 (670).
Satt er þat, sem mœlt er,
at engi maSr skapar sik sjálfr. (137)
Svo farast Gretti orð, þegar þeir Þorsteinn eru að bera
saman handleggi sína í Túnsbergi. Spakmælið er auðsæi-
lega þegið úr Davíðssálmum (C 3) og kemur tvívegis fyrir
í fornritum utan Grettlu. 1 þætti einum sem snarað var úr
latínu (íslendzk œventýri, útg. Hugo Gering, I 23; sjá
einnig II 13—14) er texti Vúlgötu hermdur áður en þýðing
er gefin: „Scitote quoniam dominus ipse est deus; ipse
fecit nos et non ipsi nos. Þat segir svá: Vita skulu þér þat,
at drottinn sjálfr er guð; hann skapaði mik en ek ekki
sjálfr.“
Hinn staðurinn er í Mágus sögu jarls (útg. P. E. Ólason,
1916, bls. 176): „Engi skapar sik sjálfr; eru mér ósjálfráð
mín yfirlit, ok má þá ekki kyn kalla, því at náliga er engi
gðrum líkr í ásjónu.“
1 þessum þrem frásögnum, Grettlu, Mágus sögu og þætt-
inum af Constantino konungi, lýtur tilvitnun til ritningar
að vaxtarlagi manns eða yfirlitum, og er því orðskviðmnn
beitt í svipuðu skyni á öllum stöðum.
Þat er fornt mál . . . at svá skal bQl bœta, at bíSa annat meira.
(153)
Svo farast Gretti orð, þegar móðir hans talar um, hve
svipul henni sé sonareignin. Lesanda koma í hug þjáning-
ar og þolinmæði Jobs. Orðskviðurinn kemur fyrir á tveim
öðrum stöðum í fomritum vortrm. I Ólafs sögu helga (Flat-
eyjarbók II (1945), 446-7) svarar bóndi Ólafi konungi
eftir að konungsmenn höfðu brotið niður akurinn: „Sjá
þóttumk ek þat, at þér mundið eigi geta qllum skaðlaust
stýrt, tólf hundruðum manna, enda mun vera annathvárt,
at fagnaðr mun svá mikill verða í landi þessu, at um þetta